Fótbolti

Capello hefur ekkert heyrt í Chelsea

Fabio Capello, þjálfari rússneska landsliðsins og fyrrum þjálfari enska landsliðsins, segir ekkert til í þeim fréttum að forráðamenn Chelsea hafi verið í sambandi við hann um að taka við Chelsea-liðinu.

Enski boltinn

Munurinn tólf stig á ný

Carlos Tevez tryggði Manchester City 1-0 sigur á Aston Villa í lokaleik 28. umferðar í ensku úrvalsdeildnni í kvöld. Með sigrinum náði City að minnka forystu erkifjendanna í Manchester United í tólf stig.

Enski boltinn

Kristinn kosinn vallarstjóri ársins

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var kjörinn vallarstjóri ársins 2012 þegar Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) héldu ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla á laugardaginn.

Fótbolti

QPR gat grætt á Samba en sagði nei

Það kom kannski mörgum á óvart þegar Queens Park Rangers bætti félagsmetið með því að eyða 12,5 milljónum punda í Chris Samba í janúar og það verða örugglega fleiri enn meira hissa að QPR hafnaði möguleikanum á því að græða á Samba aðeins nokkrum vikum síðar.

Enski boltinn

Arsenal: Ekkert til í því að félagið verði selt

Arsenal segir ekkert til í þeim fréttum að Stan Kroenke sé að fara selja meirihluta sinn í félaginu til fjárfestingafélags í Miðausturlöndum en í gær voru fréttir í Sunday Telegraph að ónefndur aðili hefði boðið 1,5 milljarða punda í hlut Bandaríkjamannsins í félaginu.

Enski boltinn

Ray Wilkins: Chelsea verður að halda Lampard

Ray Wilkins, fyrrverandi aðstoðarstjóri Chelsea, hefur nú tjáð sig um mögulegt brotthvarf Frank Lampard frá félaginu en hann vill meina að Lampard sé einn mikilvægasti leikmaður liðsins og forráðamenn Chelsea þurfi nauðsynlega að halda í þennan snjalla miðjumann.

Enski boltinn

Ferguson: Þetta verður ótrúlegur leikur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Untited, telur að lið hans sér klárt í síðari leikinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford á þriðjudaginn næstkomandi.

Enski boltinn

Van Basten: Alfreð gerði gæfumuninn

Marco van Basten, þjálfari Heerenveen, var að vonum hæstánægður með Alfreð Finnbogason í kvöld en hann tryggði liðinu þá sætan sigur á NAC með tveimur mörkum undir lokin.

Fótbolti

Alfreð kom Heerenveen til bjargar

Alfreð Finnbogason var hetja Heerenveen enn eina ferðina í kvöld er hann skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins gegn NAC Breda og tryggði Heerenveen 1-2 sigur.

Fótbolti

Óvænt tap hjá PSG

PSG er með þriggja stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Stade de Reims í dag.

Fótbolti

Tap hjá SönderjyskE

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE í dag er það tapaði, 1-0, gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti