Fótbolti

Sjáið mörk númer 18 og 19 hjá Alfreð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Heerenveen annan leikinn í röð um helgina og hefur nú skorað 19 mörk í 22 deildarleikjum í Hollandi.

Alfreð gerði gott betur en að skora sigurmarkið því hann kom til bjargar þegar Heerenveen var 1-0 undir á móti NAC Breda og minna en tíu mínútur voru eftir.

Alfreð skorað tvö mörk á síðustu átta mínútunum og bæði komu þau eftir "sendingar" frá varnarmanninum Jeffrey Gouweleeuw.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér en mörkin hans Alfreðs koma í lok myndbandsins.

Í fyrra markinu kiksaði Gouweleeuw og boltinn barst til Alfreðs sem skoraði af stuttu færi (3:55 í myndbandinu) en í sigurmarkinu skallaði Alfreð fyrirgjöf Gouweleeuw glæsilega í markið (4:45). Alfreð klikkaði einnig á víti sem má sjá eftir 3:30 í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×