Fótbolti

Van Basten: Alfreð gerði gæfumuninn

Alfreð og Van Basten.
Alfreð og Van Basten.
Marco van Basten, þjálfari Heerenveen, var að vonum hæstánægður með Alfreð Finnbogason í kvöld en hann tryggði liðinu þá sætan sigur á NAC með tveimur mörkum undir lokin.

"Hann gerði gæfumuninn," sagði Van Basten um Alfreð sem er búinn að skora meira en helming marka Heerenveen í vetur.

"Hann beið þolinmóður eftir að fá tækifæri í leiknum en hann var engan veginn að finna sig í fyrri hálfleik. Við vitum samt að hann getur alltaf gert gæfumuninn fyrir okkur."

Alfreð er búinn að skora 19 mörk í 22 leikjum með Heerenveen.


Tengdar fréttir

Alfreð kom Heerenveen til bjargar

Alfreð Finnbogason var hetja Heerenveen enn eina ferðina í kvöld er hann skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins gegn NAC Breda og tryggði Heerenveen 1-2 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×