Fótbolti

Kolbeinn lék í sigri Ajax

Kolbeinn ásamt Christian Eriksen.
Kolbeinn ásamt Christian Eriksen.
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í hollenska félaginu Ajax halda áfram að elta topplið PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni.

Ajax er enn í öðru sæti eftir leiki kvöldsins. PSV lagði VW, 2-0, á meðan Ajax fór til Twente og vann flottan útisigur, 0-2.

Nikolas Moisander og Toby Alderweireld skoruðu mörk Ajax í leiknum.

Kolbeinn var í byrjunarliði Ajax en fór af velli 18 mínútum fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×