Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Ólafi og félögum

Ólafur Ingi í leik með Zulte.
Ólafur Ingi í leik með Zulte.
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem gefa ekkert eftir í toppbaráttunni í Belgíu en liðið vann dramatískan sigur á Sporting Charleroi í kvöld.

Lokatölur 0-1 þar sem Mbaye Leye skoraði eina mark leiksins á annarri mínútu í uppbótartíma.

Zulte er í öðru sæti deildarinnar, þrem stigum á eftir toppliði Anderlecht.

Ólafur Ingi lék síðustu 25 mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×