Fótbolti

Máttu ekki fagna titlinum strax

Davíð vann svo sannarlega Golíat í úrslitaleik enska bikarsins um helgina þegar Wigan fagnaði sínum fyrsta titli í 81 árs sögu félagsins með því að vinna 1-0 sigur á stórstjörnuliði Manchester City á Wembley-leikvanginum. Titlalaust tímabil hjá City gæti jafnframt þýtt endalok Ítalans Robertos Mancini sem stjóra félagsins.

Enski boltinn

Stuðningsmenn Roma sungu níðsöngva um Balotelli

Kynþáttafordómar stálu enn einu sviðsljósinu í ítalska fótboltanum í kvöld þegar stuðningsmenn Roma gerðu sig seka um kynþáttaníð gagnvart Mario Balotelli, leikmanni AC Milan. Þetta gerðist í markalausu jafntefli AC Milan og Roma á San Siro.

Fótbolti

Zlatan og Beckham meistarar í fjórða landinu á ferlinum

Paris St Germain varð í kvöld franskur meistari í fótbolta í fyrsta sinn í 19 ár þegar liðið vann 1-0 útisigur á Olympique Lyon. PSG er með sjö stiga forystu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Zlatan Ibrahimovic og David Beckham voru báðir að verða meistarar í sínu fjórða landi.

Fótbolti

Ræða Sir Alex Ferguson

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt magnaða ræðu eftir leikinn í dag þegar Man. Utd. bar sigur úr býtum gegn Swansea, 2-1.

Enski boltinn

Messi meiddist en Barcelona vann

Barcelona á enn möguleika á að jafna stigametið á Spáni eftir 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brcelona var búið að tryggja sér titilinn fyrir leikinn þar sem að Real Madrid náði aðeins jafntefli á móti Espanyol í gær.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 4-1 | Eyjamenn með fullt hús

Eyjamenn eru með fullt hús í Pepsi-deild karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í Vestmannaeyjum í kvöld. Hermann Hreiðarsson hefur því stýrt sínu liði til sigurs í fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari í Pepsi-deildinni. Bradley Simmonds skoraði tvö marka Eyjamanna og þeir Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson innsigluðu síðan sigurinn á lokakafalnum.

Íslenski boltinn

Ótrúlegasti endir ársins á fótboltavellinum

Lokamínúturnar í leik Watford og Leicester City í umspili ensku b-deildarinnar í dag voru í meira lagi hádramatískar enda varð allt vitlaust á Vicarage Road þegar Watford tryggði sér magnaðan 3-1 sigur og þar með sæti í úrslitaleik á Wembley um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Sara Björk með tvö mörk í stórsigri

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin þegar LdB FC Malmö vann 5-0 stórsigur á Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar í Kristianstad í dag í Íslendingaslag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Kolbeinn á skotskónum í sigri Ajax

Ajax vann fína sigur, 2-0, á Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og var Íslendingurinn Kolbeinn Sigþórsson á skotskónum í leiknum en hann gerði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu.

Fótbolti

Rooney ekki í hóp í síðasta heimaleik Sir Alex

Wayne Rooney er ekki í leikmannahópi Manchester United í dag þegar liðið tekur á móti Swansea City í síðasta heimaleik liðsins undir stjórn Sir Alex Ferguson. Paul Scholes er hinsvegar í byrjunarliði liðsins í dag. Þetta kemur fram á BBC.

Enski boltinn

Sturridge með fyrstu þrennuna á ferlinum

Daniel Sturridge skoraði öll mörk Liverpool í 3-1 sigri á Fulham á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta er fyrsta þrennan hans í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool lék án Luis Suarez (í banni) og Steven Gerrard (meiddur) en það kom ekki að sök. Philippe Coutinho lagði upp tvö markanna og er heldur betur að finna sig í Liverpool-búningnum.

Enski boltinn