Íslenski boltinn

Haukur Páll reyndi að svindla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukur Páll Sigurðsson var rekinn af velli í kvöld.
Haukur Páll Sigurðsson var rekinn af velli í kvöld. Mynd/Vilhelm

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var hæstánægður með sigur sinna manna á Val í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld.

Umdeilt atvik átti sér stað í síðari hálfleiknum. Þá féll Haukur Páll Sigurðsson, miðjumaður Vals, í teignum eftir viðskipti við Ólaf Örn Bjarnason. Kristinn Jakobsson dæmdi ekki víti heldur veitti Hauki Páli sitt síðara gula spjald og þar með rautt.

„Rauða spjaldið var hárrétt. Hann reyndi að svindla aftur og fá víti,“ sagði Þorvaldur Örlygsson við Valtý Björn Valtýsson í leikslok. Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Þorvaldur sagði að Haukur Páll hefði átt að fá annað gult spjald í fyrri hálfleiknum og hefði því í átt að fá reisupassann fyrr.

Fram vann 2-1 sigur en umfjöllun og frekari viðtöl má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×