Flughræddi framherjinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2013 00:01 Jóhann hrökk í gírinn á sínum gamla heimavelli. Hann er hér í búningi Fylkis síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Jóhann Þórhallsson er leikmaður 5. umferðar hjá Fréttablaðinu. Framherjinn fór á kostum með Þór í 4-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Hann segir stefnu Þórs að enda fyrir ofan miðja deild í lok sumars. Það gekk ekki vel hjá Þórsurum í upphafi móts. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan rétt úr kútnum og unnið síðustu tvo leiki. Leikurinn gegn Fylki í síðustu umferð var sérstaklega góður en Þórsarar unnu þar stórsigur, 4-1. „Það eru forréttindi að fá að búa á Akureyri. Ég er harður Akureyringur sem hefur verið í útlegð fyrir sunnan í tíu ár,“ segir Jóhann en bætir við að sér hafi nú engu að síður liðið vel fyrir sunnan. „Við vorum mjög lélegir í fyrstu leikjunum. Það verður að viðurkennast. Þetta er aðeins að koma hjá okkur og við vorum mjög sáttir við Fylkisleikinn.“Verðum fyrir ofan miðja deild Jóhann segir að hópurinn hjá Þór sé góður og vel samstilltur. „Ég geri mér væntingar um að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það býr mjög mikið í þessum hópi þó svo að hann sé lítill. Getan hjá okkur er til staðar. Við höfum reynt að æfa að halda bolta þó svo að það hafi ekki alltaf sést í leikjum sumarsins.“ Jóhann er orðinn 33 ára gamall og segir að á þessum tímapunkti taki hann aðeins eitt ár í einu. Það liggi ekki fyrir hvenær hann leggi skóna á hilluna. „Ég sagði nú við Einsa Dan og þessa kalla í gamla daga að það væri eitthvað að mér ef ég væri enn að spila eftir þrítugt. Þetta er greinilega einhver baktería sem erfitt er að losna við.“ Jóhann glímir við ákveðið vandamál, sem er flughræðsla. Hann var ekki alltaf flughræddur en erfitt flug til Eyja fyrir rúmum tíu árum breytti því. Erfitt flug til Eyja „Við Þórsarar vorum að fljúga til Vestmannaeyja í leik. Aðstæður voru mjög erfiðar og flugið ansi skrautlegt. Við flugum þarna yfir í einhvern tíma, reyndum að lenda en það gekk ekki svo við flugum aftur til baka. Ég held að helmingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Þetta var ekkert spes,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp þetta eftirminnilega flug. „Ég flýg ekki mikið innanlands en þurfti að fljúga út er ég var í framhaldsnámi í Englandi. Þetta er vond fóbía og ég þarf að gera eitthvað í þessu. Það þarf að komast yfir þetta. Það er ekki hægt að vera svona búandi á eyju.“ Þórsarar hafa ekkert flogið í útileik enn sem komið er en mun Jóhann fljúga með þeim ef á reynir síðar í sumar? „Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um það núna. Það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Það er líka alltaf fínt að keyra,“ sagði Jóhann léttur. Þór mætir næst Valsmönnum á heimavelli sínum þann 9. júní næstkomandi en fram undan er landsleikjafrí í Pepsi-deildinni. Lið 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Jóhann Þórhallsson er leikmaður 5. umferðar hjá Fréttablaðinu. Framherjinn fór á kostum með Þór í 4-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Hann segir stefnu Þórs að enda fyrir ofan miðja deild í lok sumars. Það gekk ekki vel hjá Þórsurum í upphafi móts. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan rétt úr kútnum og unnið síðustu tvo leiki. Leikurinn gegn Fylki í síðustu umferð var sérstaklega góður en Þórsarar unnu þar stórsigur, 4-1. „Það eru forréttindi að fá að búa á Akureyri. Ég er harður Akureyringur sem hefur verið í útlegð fyrir sunnan í tíu ár,“ segir Jóhann en bætir við að sér hafi nú engu að síður liðið vel fyrir sunnan. „Við vorum mjög lélegir í fyrstu leikjunum. Það verður að viðurkennast. Þetta er aðeins að koma hjá okkur og við vorum mjög sáttir við Fylkisleikinn.“Verðum fyrir ofan miðja deild Jóhann segir að hópurinn hjá Þór sé góður og vel samstilltur. „Ég geri mér væntingar um að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það býr mjög mikið í þessum hópi þó svo að hann sé lítill. Getan hjá okkur er til staðar. Við höfum reynt að æfa að halda bolta þó svo að það hafi ekki alltaf sést í leikjum sumarsins.“ Jóhann er orðinn 33 ára gamall og segir að á þessum tímapunkti taki hann aðeins eitt ár í einu. Það liggi ekki fyrir hvenær hann leggi skóna á hilluna. „Ég sagði nú við Einsa Dan og þessa kalla í gamla daga að það væri eitthvað að mér ef ég væri enn að spila eftir þrítugt. Þetta er greinilega einhver baktería sem erfitt er að losna við.“ Jóhann glímir við ákveðið vandamál, sem er flughræðsla. Hann var ekki alltaf flughræddur en erfitt flug til Eyja fyrir rúmum tíu árum breytti því. Erfitt flug til Eyja „Við Þórsarar vorum að fljúga til Vestmannaeyja í leik. Aðstæður voru mjög erfiðar og flugið ansi skrautlegt. Við flugum þarna yfir í einhvern tíma, reyndum að lenda en það gekk ekki svo við flugum aftur til baka. Ég held að helmingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Þetta var ekkert spes,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp þetta eftirminnilega flug. „Ég flýg ekki mikið innanlands en þurfti að fljúga út er ég var í framhaldsnámi í Englandi. Þetta er vond fóbía og ég þarf að gera eitthvað í þessu. Það þarf að komast yfir þetta. Það er ekki hægt að vera svona búandi á eyju.“ Þórsarar hafa ekkert flogið í útileik enn sem komið er en mun Jóhann fljúga með þeim ef á reynir síðar í sumar? „Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um það núna. Það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Það er líka alltaf fínt að keyra,“ sagði Jóhann léttur. Þór mætir næst Valsmönnum á heimavelli sínum þann 9. júní næstkomandi en fram undan er landsleikjafrí í Pepsi-deildinni. Lið 5. umferðar Pepsi-deildar karla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki