Fótbolti

KSÍ afhendir verðlaunin á fimmtudaginn

Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.

Íslenski boltinn

Wenger: Illa farið með Benitez hjá Chelsea

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, býr liðið sitt nú undir leik á móti ítalska liðinu Napoli í Meistaradeildinni en þar mætir hann aftur spænska knattspyrnustjóranum Rafael Benitez. Arsenal og Napoli mætast á Emirates Stadium á morgun.

Enski boltinn

Lukaku með tvö mörk í sigri Everton

Romelu Lukaku, lánsmaður frá Chelsea, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Everton vann 3-2 heimasigur á Newcastle á Goodison Park í lokaleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Everton var 3-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Newcastle settu spennu í leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Enski boltinn

„Ég er enn pínu sár“

KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson mun seint gleyma tímabilinu sem lauk um helgina. Þá varð hann Íslandsmeistari og vann einnig persónulega sigra. Þjónustu hans var ekki óskað fyrir tímabilið. Hann neitaði að fara, tók sig saman í andlitinu og var í

Íslenski boltinn

Atli fékk fréttir af bekknum

Það var hart barist um gullskóinn sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla fær. Þrír leikmenn enduðu með 13 mörk í deildinni: FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, KR-ingurinn Gary Martin og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Atli Viðar lék fæsta leiki af þremenningunum og fær því gullskóinn.

Íslenski boltinn

Rodgers ánægður með sigurinn

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með lærisveina sína eftir 3-1 sigur gegn Sunderland í dag. Luis Suarez var að spila fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni frá því í apríl.

Enski boltinn

Emil byrjaði í sigurleik

Emil Hallfreðsson spilaði 54 mínútur í 2-1 sigri Verona gegn Livorno. Emil byrjaði inn á miðri miðjunni og nældi sér í gult spjald áður en honum var skipt útaf.

Fótbolti

Slæmur dagur fyrir Íslendinga í Svíþjóð

Halmstad og Göteborg töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad og Hjálmar Jónsson í liði Göteborg en Kristinn Steindórsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu á bekknum alla leikina.

Fótbolti

Alfreð óstöðvandi í Hollandi

Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Heerenveen gegn Cambuur á heimavelli. Alfreð hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabilsins skoraði í dag sitt tíunda mark í aðeins sjö leikjum.

Fótbolti

Moyes dregur úr væntingum

Eftir erfitt gengi í fyrstu leikjum vekja nýjustu ummæli David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United eflaust ekki upp mikla gleði hjá stuðningsmönnum liðsins. Aðspurður út í möguleika United í Meistaradeildinni var Moyes fljótur að benda á aðra líklegri kandídata.

Enski boltinn