Fótbolti

Club Brugge tapaði óvænt á heimavelli

Íslendingar voru í eldlínunni þegar umferð fór fram í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í óvæntu tapi Club Brugge gegn Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Stefán Gíslason spilaði allar nítíu mínúturnar í öruggum sigri Leuven á Cercle Brugge og þá spilaði Ólafur Ingi Skúlason lokamínúturnar í tapi gegn Anderlecht.

Fótbolti

Ramsey fékk meiðsli í afmælisgjöf

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður ekkert meira með liðinu yfir hátíðirnar eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á Upton Park í dag. Arsenal vann leikinn 3-1 og komst aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Ekki hægt að bera þetta saman

Zlatan Ibrahimovic liggur sjaldan á skoðunum sínum þótt þær séu oft umdeildar. Nýjustu ummæli hans voru í umdeildari kantinum, hann telur að virðingin sem karlkyns landsliðsmaður fær umfram kvenkyns landsliðsmann sé eðlileg.

Fótbolti

Kompany: Erfiðasti heimaleikur ársins

"Þetta var erfiðasti heimaleikur ársins hjá okkur, þessi þrjú stig eru gríðarlega mikilvæg og gefa okkur vonandi aukinn kraft," sagði Vicent Kompany, fyrirliði Manchester City eftir leikinn.

Enski boltinn

Manchester City óstöðvandi á heimavelli

Mistök Simon Mignolet í uppbótartíma í fyrri hálfleik reyndist munurinn á Manchester City og Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Manchester City sem kemst upp í annað sæti með sigrinum.

Enski boltinn

Kári spilaði í sigurleik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham United var að vanda í byrjunarliði Rotherham United og spilaði allar nítíu mínútur leiksins á miðjunni í 1-0 sigri á Bradford.

Enski boltinn

Eitt af mínum bestu mörkum

"Við þurftum að verjast mörgum löngum sendingum inn í vítateiginn okkar á síðustu mínútum leiksins en við gáfum allt í þetta og náðum mikilvægum sigri hér í dag,“ sagði Wayne Rooney, leikmaður Manchester United eftir 3-2 sigur liðsins gegn Hull í dag.

Enski boltinn

Verður ekki auðvelt að velja leikmannahópinn

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins sagði í viðtölum að erfitt verði að velja leikmannahóp enska liðsins sem fer til Brasilíu næsta sumar. Margir spennandi leikmenn væru búnir að koma fram á sjónarsviðið í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Darren Fletcher í byrjunarliði Manchester United

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins er í byrjunarliði Manchester United í leik gegn Hull sem hófst núna klukkan 12:45. Fletcher sem hefur glímt við sáraristilsbólgu frá árinu 2011 hefur barist fyrir því að snúa aftur á fótboltavöllinn.

Enski boltinn

Cabaye ekki á förum

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United er viss um að félaginu takist að halda Yohan Cabaye þrátt fyrir að hann sé orðaður við PSG og Arsenal. Pardew skellti 22 milljóna verðmiða á Cabaye og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað lið sé tilbúið að greiða slíka upphæð.

Enski boltinn

Arsenal aftur á sigurbraut

Arsenal náði toppsætinu aftur með 3-1 sigri á West Ham í dag. West Ham náði forskotinu í upphafi seinni hálfleiks en Theo Walcott og Lukas Podolski svöruðu með þremur mörkum á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Eitt mark dugði Chelsea

Eden Hazard skoraði eina mark Chelsea í 1-0 sigri á Swansea á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum fer Chelsea tímabundið upp fyrir Liverpool og Manchester City en þessi lið mætast á Etihad vellinum klukkan 17.30.

Enski boltinn

United sneri taflinu við á KC Stadium

Þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir þrettán mínútur náðu lærisveinar David Moyes að snúa taflinu við og næla í þrjú stig á útivelli. United hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Tekur Beckham fram skóna á ný?

Marcelo Claure, eigandi bólivísku meistaranna Bolivar ætlar að reyna að fá David Beckham til að spila með liðinu. Claure og Beckham eru að vinna saman við það að stofna nýtt lið í MLS deildinni sem verður staðsett í Miami.

Fótbolti

Starf Mackay enn í hættu

Starf Malky Mackay,knattspyrnustjóra Cardiff er ekki enn öruggt. Stjórnarformaður Cardiff City talaði við fjölmiðla í dag um að ef deilurnar fari ekki að leysast munu þeir neyðast til þess að finna nýjan stjóra.

Enski boltinn

Bjarni Þór vill losna úr herbúðum Silkeborg

Umboðsmaður Bjarna Þórs Viðarssonar, leikmanns Silkeborg, var í viðtali við Bold.dk þar sem kom fram að Bjarni væri óánægður í herbúðum liðsins og vildi komast í burtu frá félaginu. Bjarni sem er uppalinn hjá FH er úti í kuldanum hjá þjálfara liðsins.

Fótbolti