Fótbolti

Gudi valinn í íslenska fótboltalandsliðið

Karlalandsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck munu á mánudaginn tilkynna landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik á móti Svíum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi.

Fótbolti

Real Madrid vann eyðimerkur-einvígið

Stórliðin Real Madrid frá Spáni og Paris Saint-Germain frá Frakklandi mættust í dag í æfingaleik í Katar en bæði liðin voru í æfingabúðum við Persaflóann um áramótin. Real Madrid vann leikinn 1-0 og kom markið í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Frábært að fá Gerrard aftur

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, fagnaði því að Steven Gerrard væri búinn að jafna sig á meiðslum sínum en fyrirliðinn kom inn á sem varamaður í sigri Liverpool á Hull í gær.

Enski boltinn

Elísa verður ekki með ÍBV í sumar

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði og lykilmaður kvennaliðs ÍBV, mun ekki spila með ÍBV-liðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á komandi tímabili en þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu Elísu og ÍBV.

Íslenski boltinn

Alfreð sagður á óskalista Solskjær

Enska blaðið Telegraph heldur því fram í dag að sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sé einn þeirra leikmanna sem Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn stjóri Cardiff, gæti mögulega keypt nú í janúar.

Enski boltinn

Di Maria kemur ekki til PSG

Laurent Blanc, stjóri PSG í Frakklandi, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að félagið ætli sér að kaupa Angel Di Maria frá Real Madrid í mánuðinum.

Fótbolti