Fótbolti

Skotinn hjá Val

Iain Williamson hefur skrifað undir nýjan samning um að leika með karlaliði félagsins í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn

Gaf dóttur sinni eyju í afmælisgjöf

Viðskiptahættir AS Monaco hafa vakið athygli í fótboltaheiminum. Þegar Dmitry Rybolovlev keypti meirihluta í félaginu var liðið í annarri deild frönsku deildarkeppninnar. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, Rybolovlev vill aðeins það besta og hafa stjörnuleikmenn streymt í skattparadísina.

Fótbolti

Mourinho finnur til með Villas-Boas

Samband þeirra Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra Spurs, hefur ekki verið gott upp á síðkastið og Villas-Boas staðfesti um daginn að þeir væru ekki vinir lengur.

Enski boltinn

Wenger hissa á stöðunni hjá Cole

Arsene Wenger viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að hann skilji ekki afhverju Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, væri búinn að missa sæti sitt í liðinu. Cole lék undir stjórn Wenger með Arsenal í sjö ár áður en hann færði sig yfir til Chelsea.

Enski boltinn

Cabaye þakkar gulum búningum gott útivallargengi

Yohan Cabaye, miðjumaður Newcastle hefur einfalda skýringu á góðu útivallargengi liðsins á þessu tímabili, þeir einfaldlega tapa ekki í nýju gulu útibúningum liðsins. Newcastle lagði Crystal Palace af velli 3-0 í gær og hefur unnið alla þrjá leiki liðsins í gulu treyjunni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Emil byrjaði í stórsigri

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona sem vann öruggan sigur á Lazio á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá unnu toppliðin Juventus og Roma bæði örugga sigra.

Fótbolti

Rodgers telur City sigurstranglegast

Þrátt fyrir að Liverpool sé í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar telur Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins að Manchester City sé líklegasta liðið til að vinna deildina á þessu tímabili.

Enski boltinn

Moyes útilokar kaup á framherja

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United hefur útilokað að liðið muni kaupa framherja í janúarglugganum. Radamel Falcao og Diego Costa hafa meðal annars verið orðaðir við Manchester United á tímabilinu.

Enski boltinn

Mackay ætlar ekki að segja upp

"Dead man walking," er orðatiltækið þegar rætt er um Malky Mackay, stjóra Cardiff, þessa dagana. Honum hefur verið boðið upp á tvo möguleika. Segja upp eða vera rekinn.

Enski boltinn

Engin jólastemning ennþá hjá Gylfa

"Ég var einmitt að spá í þetta í morgun að það eru bara fjórir dagar til jóla. Mér líður hins vegar eins og það sé enn þá október eða nóvember,“ svarar knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spurður hvort jólabarnið sé komið upp í honum. "Ég kemst ekki í jólafíling alveg strax.“

Enski boltinn