Enski boltinn

Engar viðræður í gangi um Anelka

Gary Megson, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki rétt að félagið sé í viðræðum við Chelsea um sölu á franska framherjanum Nicolas Anelka. Leikmaðurinn sjálfur hélt því fram í viðtali við franska miðla í gær. "Ég vona að af þessu verði," sagði Anelka.

Enski boltinn

Vill ljúka ferlinum hjá Chelsea

Frank Lampard hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína ef marka má viðtal við kappann í London Evening Standard. "Ég vil ljúka ferlinum hjá Chelsea, það er það eina sem ég vil," sagði Lampard, en samningaviðræður milli hans og Chelsea hafa gengið illa undanfarin misseri.

Enski boltinn

Barton verður áfram í fangelsi

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að dúsa í fangelsi þar til mál hans verður tekið fyrir um miðjan mánuðinn eftir að dómari neitaði að sleppa honum lausum gegn tryggingu í dag.

Enski boltinn

Engin harðstjórn á Old Trafford

Talsmenn Manchester United vilja ekki kannast við fullyrðingar stuðningsmanna félagsins að þeir þori ekki að láta mikið til sín taka á leikjum af ótta við að vera vísað af vellinum.

Enski boltinn

Mascherano orðaður við Juventus

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Juventus væri á höttunum eftir miðjumanninum Javier Mascherano hjá Liverpool. Argentínumaðurinn á aðeins nokkra mánuði eftir af lánssamningi sínum við þá rauðu.

Enski boltinn

Boro skortir metnað

Framherjinn Yakubu hjá Everton gagnrýnir fyrrum félaga sína hjá Middlesbrough harðlega og segir félagið skorta metnað til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Benitez: Eigum enn möguleika á titlinum

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að hans menn í Liverpool eigi möguleika á titlinum þrátt fyrir að vera nú 12 stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 1-1 jafntefli við Wigan í gærkvöldi.

Enski boltinn

Ég er undir þrýstingi

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, viðurkennir fúslega að stóll hans sé farinn að hitna eftir þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tapaði 2-0 fyrir Manchester City á heimavelli.

Enski boltinn

Everton mun flytja til Kirkby

Stjórn Everton lagði í dag fram áætlanir sínar um nýjan heimavöll liðsins. Völlurinn verður byggður fyrir utan Liverpool eða í smábænum Kirkby sem er rétt fyrir utan borgina.

Enski boltinn

Anelka vill fara til Chelsea

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka hefur gefið það út að hann vilji fara til Chelsea. Þeir bláklæddu ætla að styrkja sóknarlínu sína í janúar og hafa sterklega verið orðaðir við Anelka.

Enski boltinn

Fjórir leikir í kvöld

Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum.

Enski boltinn

Berbatov er leikmaður 20. umferðar

Það var hreint ótrúlegur leikur um helgina þegar Tottenham vann Reading í tíu marka leik, 6-4. Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov var sjóðheitur í liði Tottenham og skoraði fjögur af mörkunum.

Enski boltinn

Sissoko til Juventus?

Juventus hefur mikinn áhuga á miðjumanninum Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ítalska liðið er talið tilbúið til að borga sjö milljónir punda fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Eiður orðaður við Newcastle og Man City

Bresku blöðin eru full af slúðri í kring um opnun janúargluggans og þau eru mörg á því að Eiður Smári Guðjohnsen sé efstur á óskalista Sam Allardyce hjá Newcastle. Þá hefur Eiður einnig verið orðaður við Manchester City.

Enski boltinn

O´Donnel lést úr hjartabilun

Krufning hefur leitt í ljós að skoski knattspyrnumaðurinn Phil O´Donnel hjá Motherwell lést úr hjartabilun. Miðjumaðurinn hné niður í leik á laugardaginn og lést skömmu síðar. Útför hans fer fram á hádegi á föstudag.

Enski boltinn

Tevez meiddur - Rooney að ná sér

Óvíst er hvort Argentínumaðurinn Carlos Tevez geti tekið þátt í leik Manchester United og Aston Villa í enska bikarnum á laugardaginn eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Birmingham í dag.

Enski boltinn

Skelfilegur varnarleikur banabiti Tottenham

Danski varnarmaðurinn Martin Laursen skoraði sigurmark Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Tottenham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enn og aftur varð glórulaus varnarleikur Lundúnaliðsins því að falli.

Enski boltinn