Enski boltinn

Arshavin endurtók leikinn

Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal.

Enski boltinn

Hætti þegar þegar heilsan brestur

Sir Alex Ferguson segist ekki einu sinni vera að íhuga að hætta þjálfun hjá Man. Utd. Hann segist aðeins ætla að hætta þegar heilsan leyfir honum ekki lengur að vera í eldlínunni.

Enski boltinn

Von á yfirtökutilboði í Man. Utd?

Breska slúðurblaðið News of the World greinir frá því í dag að von sé á risayfirtökutilboði frá Asíu í Man. Utd. Að sögn blaðsins er yfirtökutilboðið upp á einn milljarð punda.

Enski boltinn

Verðum að bretta upp ermarnar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

Enski boltinn

Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995

Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið.

Enski boltinn

Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli.

Enski boltinn

Getur hugsanlega ekki skokkað aftur

Dean Ashton viðurkennir að það sé erfitt að kyngja því að þurfa að leggja skóna á hilluna. Hann segir meiðsli sín vera svo slæm að hætta sé á því að hann geti aldrei hlaupið aftur.

Enski boltinn

Benitez þarf að spara

Einhverjir vilja kenna slæmu gengi Liverpool í vetur um að Benitez hafi ekki fengið að versla almennilega síðasta sumar. Stjórinn hefur greint frá því að hann hafi þurft að spara til þess að grynnka á skuldum félagsins.

Enski boltinn

Torres afskrifar deildina

Spænski framherjinn Fernando Torres hefur afskrifað titilvonir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og segir að félagið stefni nú á að ná árangri í enska bikarnum og Evrópudeildinni.

Enski boltinn