Enski boltinn

Munum lifa af án Drogba

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki að Chelsea muni lenda í vandræðum þegar liðið spilar án Didier Drogba í næstu leikjum en hann er á leið í Afríkukeppnina.

Enski boltinn

Mourinho: Fann ástina frá stuðningsmönnum Chelsea

Jose Mourinho sagði að það hefði verið afar gaman að koma aftur á Stamford Bridge í gær og hann ítrekaði við komuna að hann hefði enn hug á að snúa í enska boltann á ný. Hann sagði þó ekki koma til greina að yfirgefa Inter á þessari leiktíð.

Enski boltinn

Kári og Gylfi skoruðu

Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir á skotskónum með sínum liðum er Plymouth og Reading mættust í ensku B-deildinni í dag.

Enski boltinn

Dossena fórnað fyrir Huseklepp?

The Daily Mail greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ætli sér að selja bakvörðinn Andrea Dossena til Zenit St. Petersburg svo hann geti keypt norska framherjann Erik Huseklepp frá Íslendingaliðinu Brann.

Enski boltinn

Chelsea ekki búið að gleyma Ribery

Forráðamenn Chelsea fá að eyða í janúar og í enskum fjölmiðlum í dag er því haldið fram að félagið ætli sér að bjóða 45 milljónir punda í Franck Ribery, leikmann FC Bayern.

Enski boltinn

Bellamy ekki á förum frá City

Craig Bellamy segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann vilji fara frá Man. City í kjölfar þess að félagið ákvað að reka Mark Hughes og ráða Roberto Mancini í staðinn.

Enski boltinn

Ferguson um Rooney: Hann er fæddur sigurvegari

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United var sáttur með frammistöðu Wayne Rooney í 3-1 sigri á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rooney bætti fyrir slæm mistök með því að leggja upp tvö síðustu mörk United í leiknum.

Enski boltinn

Mörkin hans Cesc Fábregas voru áhættunar virði

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa sett Cesc Fábregas inn á völlinn á móti Aston Villa í dag þó svo að Spánverjinn væri ekki orðinn hundrað prósent góður af meiðslunum. Fábregas skoraði tvö glæsileg mörk og lagði grunninn að 3-0 sigri á Aston Villa en hann þurfti líka að yfirgefa völlinn vegna tognunar aftan í læri og gæti verið frá í allt að þrjár vikur til viðbótar.

Enski boltinn

Rooney bætti fyrir mistökin með því að leggja upp tvö mörk

Manchester United komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Hull á útivelli. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk á síðustu 17 mínútunum og sá til þess að mistök sín kostuðu ekki Manchester United stig. Rooney skoraði fyrsta markið og átti því þátt í öllum mörkum sinna manna í leiknum.

Enski boltinn

United mun líklega lána Macheda til Spánar

Það eru líkur á því að Manchester United láni Federico Macheda til Spánar þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Macheda átti stóran þátt í því að Manchester United vann enska meistaratitilinn í fyrra en hefur hinsvegar fengið fá tækifæri með liðinu á þessu tímabili.

Enski boltinn

Aston Villa getur náð risa-fernunni á móti Arsenal í dag

Aston Villa getur náð merkilegri fernu þegar liðið sækir Arsenal heim á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinar Martin O’Neill hafa þegar unnið Liverpool, Chelsea og Manchester United á þessu tímabili og eiga því möguleika á að loka hringnum og ná því að vinna öll fjögur risafélögin í einum rykk.

Enski boltinn

Roberto Mancini: Bellamy er vinur minn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í samband sitt og Craig Bellamy eftir að Bellamy var ekki í byrjunarliði City í 2-0 sigrinum á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

Redknapp: Gott að ná stigi á útivelli á móti Fulham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var sáttur með markalaust jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage en meistarar Manchester United töpuðu 0-3 á sama stað um síðustu helgi. Tottenham tókst því ekki að komast upp fyrir Arsenal og Aston Villa sem mætast á morgun.

Enski boltinn

Gerrard: Vorum komnir með stuðningsmennina á bakið

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, létti mikið þegar hann kom sínu liði yfir í 2-0 sigri á Wolves íensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það leyndi sér ekki þegar Gerard fagnaði marki sínu sem hann skoraði af harðfylgni með skalla eftir fyrirgjöf Emiliano Insua.

Enski boltinn