Enski boltinn

Ferguson: Við vorum lélegir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við Phil Dowd dómara eftir tapið gegn Wigan í kvöld en viðurkenndi einnig að hans menn hefðu verið slakir.

Enski boltinn

Man. City sýndi klærnar

Man. City sýndi gamalkunnuga takta í kvöld er liðið valtaði yfir WBA, 4-0, og ætlar greinilega að veita nágrönnum sínum í Man. Utd keppni allt til loks tímabilsins.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Man City og Mario Balotelli

Manchester City og þá sérstaklega Mario Balotelli framherji liðsins voru til umfjöllunar í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var gestur þáttarins og hann er með sterkar skoðanir á því sem er að gerast í herbúðum Man City. Ólafur fór yfir málin með stjórnendum þátttarins, Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Enski boltinn

Richards: Langaði til að gráta

Micah Richards, leikmaður Manchester City, segir að það taki stundum á að taka þátt í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hafi nánast fellt tár þegar að Manchester United fagnaði sigri gegn Blackburn í upphafi mánaðarins.

Enski boltinn

Áfrýjun QPR hafnað

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun QPR vegna rauða spjaldsins sem Shaun Derry fékk í leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Enski boltinn

Fær Balotelli níu leikja bann?

Mario Balotelli mun missa af næstu þremur leikjum Manchester City vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal um helgina en ekki er útilokað að honum verði einnig refsað fyrir að tækla Alex Song í sama leik.

Enski boltinn

Úrslitaleikurinn sem aldrei verður

Manchester United á enska meistaratitilinn vísan eftir leiki páskahelgarinnar. United-liðið vann 2-0 sigur á QPR og er komið með átta stiga forskot eftir að Manchester City tapaði 1-0 á móti Arsenal.

Enski boltinn

Balotelli búinn að biðjast afsökunar

Mario Balotelli, framherji Manchester City, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk á móti Arsenal í gær. Balotelli fékk þá sitt annað gula spjald á 88. mínútu en Arsenal hafði skömmu áður skorað eina mark leiksins. Balotelli var reyndar í ruglinu allan leikinn og hefði getað verið búinn að fá rauða spjaldið mun fyrr.

Enski boltinn

Chelsea fór bara með eitt stig frá Craven Cottage

Chelsea er áfram í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fulham í kvöld en Chelsea hefði náð fjórða sætinu af Tottenham með sigri. Clint Dempsey bjargaði stiginu með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Mancini: Balotelli í hættu á að eyðileggja feril sinn

Það virðist ekkert lát ætla að verða á mótlæti vandræðagemsans, Mario Balotelli, en nú virðist Roberto Mancini, þjálfari Manchester City endanlega hafa misst þolinmæðina á honum. Mancini sagði í viðtali að Balotelli yrði líklega seldur frá félaginu í sumar.

Enski boltinn