Enski boltinn

Drogba fer frá Chelsea í sumar

Chelsea hefur staðfest að Didier Drogba muni fara frá félaginu þegar samningur hans rennur út í sumar. Hans síðasta verk var að tryggja liðinu Evrópumeistaratitilinn.

Enski boltinn

Torres: Mestu vonbrigði lífs míns

Fernando Torres hefur óskað eftir viðræðum við forráðamenn Chelsea um framtíð hans hjá félaginu. Hann segir að hafi verið erfitt að kyngja því að vera ekki í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Fjögur lið á eftir Hazard

Belgíski miðjumaðurinn Eden Hazard lék líklega sinn síðasta leik með Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur verið orðaður við mörg stærstu lið Evrópu.

Enski boltinn

Tevez kemst ekki í argentínska landsliðið

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, er ekki nógu góður til að komast í argentínska landsliðið fyrir leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, valdi Tevez ekki í hópinn sinn fyrir leik á móti Ekvador.

Enski boltinn

McManaman: Liverpool getur ekki lengur valið sér hvaða stjóra sem er

Steve McManaman, fyrrum stjarna Liverpool-liðsins, segir þá daga vera liðna þegar Liverpool gat valið sér hvaða stjóra sem er. Liverpool er þessa dagana að leita að eftirmanni Kenny Dalglish sem gerði liðið að deildarmeisturum í vetur en náði aðeins áttunda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og var fyrir vikið látinn fara.

Enski boltinn

Ole Gunnar tekur ekki við liði Aston Villa

Ole Gunnar Solskjær hélt blaðamannafund í Molde í dag þar sem að hann tilkynnti norskum blaðamönnum að hann ætlaði ekki að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa heldur halda áfram sem þjálfari Molde.

Enski boltinn

Swansea þarf væntanlega að tvöfalda félagsmetið til að kaupa Gylfa

Eins og kom fram í gær þá stefnir allt í það að Swansea City sé að ná samningum við þýska liðið Hoffenheim um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Stjórnarmaðurinn Huw Jenkins eyddi síðustu dögum í Þýskalandi við að reyna að semja um kaupverð og velskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að það sé stutt í að samningar náist.

Enski boltinn

Sir Alex fluttur á sjúkrahús

The Sun segir frá því að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi verið fluttur á sjúkrahús í Glasgow í gærkvöldi eftir að hafa fengið svakalegar blóðnasir. Ferguson er orðinn sjötugur en hann var í Glasgow í tilefni af 40 ára afmælis sigurs Rangers í Evrópukeppni bikarhafa árið 1972.

Enski boltinn

Vaz Te skaut West Ham upp í úrvalsdeildina

Ricardo Vaz Te tryggði West Ham 2-1 sigur á Blackpool í dag í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok. Vaz Te kom til West Ham í janúarglugganum og hefur raðað inn mörkum en ekkert þeirra var jafn mikilvægt og markið hans á Wembley í dag.

Enski boltinn