Enski boltinn

Tían skiptir Adebayor miklu máli | greiðir stuðningsmönnum úr eigin vasa

Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Adebayor hóf leiktíðina með númerið 25 á bakinu en eftir að Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg á lokadegi félagaskiptagluggans ákvað landsliðsmaðurinn frá Tógó að taka númerið 10 sem Rafael van der Vaart hafði áður notað.

Enski boltinn

David Silva samdi við Englandsmeistaralið Man City á ný

David Silva hefur skrifað undir samning við Englandsmeistaralið Manchester City og gildir samningurinn út leiktíðina 2016-2017. Spænski landsliðsmaðurinn kom til Man City frá Valencia sumarið 2010 og var hann lykilmaður í velgengni Man City á síðustu leiktíð þar sem liðið fagnaði enska meistaratitlinum í fyrsta sinn frá árinu 1968.

Enski boltinn

Enski boltinn: Öll helstu atvikin úr 4. umferð aðgengileg á Vísi

Fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk í gær þar sem að Everton og Newcastle skildu jöfn 2-2. Að venju eru öll helstu atvik úr leikjunum í ensku úrvalsdeildinni aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Að auki er þar að finna lið umferðarinnar, mörk umferðarinnar og bestu tillþrifin hjá markvörðunum.

Enski boltinn

Liverpool þakklátt nágrannanum

Liverpool birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem grannliðinu Everton er þakkaður sá hlýhugur sem fórnarlömbum Hillsborough-slyssins var sýndur í kvöld.

Enski boltinn

Dramatískt jafntefli á Goodison Park

Everton og Newcastle skildu jöfn, 2-2, í hádramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Demba Ba jafnaði tvívegis fyrir gestina frá Newcastle eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Enski boltinn

Peter Crouch: Ég vil spila fyrir enska landsliðið

Peter Crouch lifir enn í voninni um að fá að spila með enska landsliðinu þrátt fyrir að þjálfarinn Roy Hodgson vilji ekki velja hann. Hodgson valdi Crouch ekki í landsliðshópinn á dögunum þrátt fyrir meiðsli hjá mörgum sóknarmönnum liðsins.

Enski boltinn

Villas-Boas svarar gagnrýni Harry Redknapp

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham Hotspur, hefur svarað gagnrýni Harry Redknapp, forvera síns í starfinu en fyrir helgi lét Redknapp það frá sér að það rugli bara leikmenn í ríminu að afhenda þeim 70 síðna úttektir á leik liðsins og mótherjanna.

Enski boltinn

Wenger: Stórt próf á sunnudaginn kemur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það komi betur ljós um næstu helgi hvort að Arsenal-liðið hafi burði til að berjast um enska meistaratitilinn. Arsenal vann 6-1 stórsigur á Southampton um helgina en mætir Englandsmeisturum Manchester City um næstu helgi.

Enski boltinn