Enski boltinn

Mancini: Cesar bjargaði QPR

Aguero komst lítt áfram í kvöld.
Aguero komst lítt áfram í kvöld.
Manchester City missteig sig illa í kvöld er liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn botnliði QPR. City er því fjórum stigum á eftir Man. Utd og búið að leika einum leik meira.

Julio Cesar, markvörður QPR og fyrrum lærisveinn Roberto Mancini, stjóra City, hjá Inter, reyndist leikmönnum City erfiður.

"Julio er einn besti markvörður heims og hann bjargaði sínu liði. Ég gleðst með honum því ég þekki hann vel. Að sama skapi er ég eðlilega svekktur að hafa ekki náð öllum stigunum," sagði Mancini eftir leik.

"QPR er allt annað lið en það var. Þetta lið skilur ekki eftir mikið svæði og það er erfitt að spila gegn þeim. Við misstum samt af góðu tækifæri í kvöld."

Mancini staðfesti einnig eftir leik að Mario Balotelli yrði orðinn leikmaður AC Milan á morgun. Hann óskaði honum alls hins besta. City mun ekki kaupa mann í hans stað.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×