Enski boltinn

Liverpool borgar 8,5 milljónir punda fyrir Coutinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipe Coutinho.
Philipe Coutinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool er búið að kaupa Brasilíumanninn Philipe Coutinho frá ítalska félaginu Internazionale og kostar miðjumaðurinn félagið 8,5 milljónir punda.

Liverpool hefur verið í viðræðum við Internazionale síðustu daga og ítalska félagið var áður búið að hafna lægri tilboðum í leikmanninn.

Philipe Coutinho er fæddur í júní 1992 og er því enn bara tvítugur. Hann hefur spilað með Internazionale frá 2010 en var lánaður til Espanyol á síðustu leiktíð.

Coutinho er fjölhæfur miðjumaður sem getur spilað á köntunum, á miðri miðjunni og í holunni fyrir aftan fremsta mann.

Philipe Coutinho fer í læknisskoðun á Merseyside snemma í næstu viku en Liverpool þarf að sækja um atvinnuleyfi fyrir leikmanninn áður en hann getur byrjað að spila með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×