Enski boltinn

Arsenal fær hvorki Beckham né Villa

Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er enn í leit að leikmönnum áður en markaðurinn lokar. Hann hefur þó útilokað að skrifa undir samning við David Villa eða David Beckham.

Beckham er enn eitt árið að æfa hjá félaginu. Þó svo hann sé laus allra mála í Bandaríkjunum gerir Wenger ekki ráð fyrir því að semja við hann.

"Hann vildi koma og æfa til þess að halda sér í formi. Það er eina ástæðan fyrir því að hann er hér. Við erum ekkert að ræða um neinn samning," sagði Wenger en hvað með Villa?

"Barcelona vill ekki selja hann. Þeir hafa gert okkur það alveg ljóst. Málið nær því ekki lengra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×