Enski boltinn

Vandræðaleg töp hjá QPR og Norwich í bikarnum - öll úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Queens Park Rangers og Norwich City féllu bæði út úr ensku bikarkeppninni í dag og það þrátt fyrir að vera á heimavelli á móti . Norwich City tapaði fyrir utandeildarliði Luton Town og Queens Park Rangers tapaði fyrir C-deildarliði Milton Keynes Dons eftir að hafa lent 0-4 undir.

Scott Rendell tryggði utandeildarliði Luton Town 1-0 útisigur á Norwich City með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem úrvalsdeildarlið fellur út á móti utandeildarliði í enska bikarnum. Það gerðist síðasta þegar Sutton UNited vann Coventry 2-1 1989.

Lærisveinar Harry Redknapp lentu 0-4 undir á heimavelli á móti C-deildarliði Milton Keynes Dons og töpuðu leiknum á endanum 2-4. Redknapp stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum.

John Heitinga tryggði Everton 2-1 útisigur á Bolton í uppbótartíma eftir að boltinn datt fyrir fætur hans eftir hornspyrnu.

Það vekur athygli að aðeins tveir af ellefu bikarleikjum dagsins hafa unnist á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×