Enski boltinn

Man. City missteig sig gegn botnliðinu

Adel Taarabt er hér nýbúinn að klúðra dauðafæri í kvöld.
Adel Taarabt er hér nýbúinn að klúðra dauðafæri í kvöld.
Man. City tókst ekki að minnka forskot Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni niður í tvö stig í kvöld. City gerði þá markalaust jafntefli gegn botnliði QPR.

Leikmenn City náðu sér aldrei almennilega á strik í þessum leik. Man. Utd getur náð sjö stiga forskoti með sigri í sínum leik annað kvöld.

Mikið breytt lið Newcastle vann svo sigur á Aston Villa. Það þykja reyndar ekki mikil tíðindi enda myndi Villa líklega misstíga sig gegn Snerti frá Kópaskeri þessa dagana.

Aldrei þessu vant var skorað í leik hjá Stoke í kvöld er heimamenn misstu niður tveggja marka forskot gegn Wigan.

Úrslit:

Aston Villa-Newcastle  1-2

0-1 Papiss Demba Cisse (19.), 0-2 Yohan Cabaye (31.), 1-2 Christian Benteke (49.)

QPR-Man. City  0-0

Stoke-Wigan  2-2

1-0 Ryan Shawcross (23.), 2-0 Peter Crouch (47.), 2-1 James McArthur (49.), 2-2 Franco di Santo (61.)

Sunderland-Swansea  0-0

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×