Sport

Bandaríkjamenn byrja vel á HM

Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77.

Körfubolti

15 ára sigurvegari á Hellu

Hin 15 ára gamla Sunna Víðisdóttir stimplaði sig inn í íslenskt kvennagolf með eftirminnilegum hætti í dag er hún sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór á Strandavelli á Hellu.

Golf

Frábært stig hjá Bolton

Bolton nældi sér í verulega gott stig í dag þegar Birmingham kom í heimsókn. Bolton kom til baka í leiknum eftir að hafa lent manni færri og tveim mörkum undir.

Enski boltinn

Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki

ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram

Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir

Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri.

Íslenski boltinn

Meistarinn telur McLaren liðið hraðskreiðast

Fimm ökumenn berjast af krafti í Formúlu 1 á Spa-brautinni í dag, en Mark Webber er fremstur á ráslínu, á undan Lewis Hamilton, Robert Kubica og Sebastian Vettel. Bein útsending hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.

Formúla 1

Benitez: Þarf að breyta ýmsu eftir Mourinho

Rafa Benitez, þjálfari Inter, segir að það muni taka tíma að breyta ákveðnum hlutum hjá félaginu sem José Mourinho innleiddi hjá félaginu. Inter tapaði fyrir Atletico Madrid í Ofurbikarnum og leit ekki of vel út.

Fótbolti

Burdisso kominn til Roma

Roma er búið að kaupa argentínska varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter en leikmaðurinn vildi ólmur ganga aftur í raðir Roma.

Fótbolti

Veðurguðirnir hjálpuðu Webber

Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna.

Formúla 1

Guðmundur og Sunna leiða á Hellu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Sunna Víðisdóttir, bæði úr GR, leiða eftir fyrri daginn í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar en það fer fram á Strandavelli á Hellu.

Golf