Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2010 13:57 Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira