Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2010 13:57 Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó