Handbolti

Kiel byrjar leiktíðina með látum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.

Þýskalandsmeistarar Kiel hófu leiktíðina í þýsku úrvalsdeildinni með stæl í dag er liðið flengdi Friesenheim, 37-19. Staðan í hálfleik var 15-10.

Christian Zeitz fór mikinn í liði Kiel og skoraði tíu mörk. Nýi línumaðurinn, Milutin Dragicevic, var einnig sterkur og skoraði fimm mörk.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×