Sport

Diouf keyrði án ökuréttinda

El Hadji Diouf er þekktur vandræðapési og nú hefur hann verið ákærður fyrir að keyra án ökuréttinda og trygginga. Þessi leikmaður Blackburn var stöðvaður af lögreglunni í september síðastliðnum.

Enski boltinn

Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru

KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Körfubolti

Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

„Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

Körfubolti

Hamilton hress með eigin frammistöðu

Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjött

Formúla 1

Kristrún: Stolt í svona liði

„Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Körfubolti

Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

„Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

Körfubolti

Arjen Robben: Ég er til í slaginn

„Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.

Fótbolti

Matt Kuchar og KJ Choi spila með Tiger

Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Golf