Sport

Handboltaveisla í Höllinni á Akureyri í dag og á morgun

Eitt af sterkustu æfingamótum haustsins í handboltanum verður á Akureyri um helgina. Norðlenska er bakhjarl mótsins sem nefnist fyrir vikið Opna Norðlenska en mörg bestu liðanna hafa ákveðið að keppa frekar á þessu móti en Opna Reykjavíkurmótinu sem fram fer sömu helgi.

Handbolti

Bobby Zamora búinn að gera samning við Fulham til 2014

Bobby Zamora, framherji Fulham, er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Zamora fór á kostum með Fulham á síðasta tímabil þar sem hann skoraði 19 mörk og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ná tólfta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall

Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.

Fótbolti

Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði

Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði.

Enski boltinn

Sigrún kölluð perla síns liðs í Frakklandi

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir byrjar mjög vel með Olympique Sannois Saint-Gratien í frönsku NF2-deildinni. Sigrún komst á síður frönsku blaðanna á dögunum þar sem henni var hrósað fyrir framgöngu sína á undirbúningstímabilinu þar sem liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Körfubolti

Strákarnir mæta Skotum í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.

Fótbolti

Button rétt á undan Vettel á Monza

Heimsmeistarainn Jenson Button á McLaren Mercedes var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð á undan Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton varð þriðj

Formúla 1

Neville: Ber virðingu fyrir Liverpool en virðir aldrei City

Það þekkja allir sem fylgjast með enska boltanum hatur Gary Neville á Liverpool. Nú hefur þessi reynslubolti í liði Manchester United ýtt undir nágrannaerjurnar við Manchester City með því að segjast aldrei geta borið virðingu fyrir hinu Manchester-liðinu ekki frekar en öðrum félögum sem nota peninga til að búa til skyndi-árangur.

Enski boltinn

Bannið hans Evra stendur

Bakvörðurinn Patrice Evra, sem var fyrirliði franska landsliðsins á HM, var ekki sáttur við fimm leikja bannið sem franska knattspyrnusambandið setti hann í eftir HM.

Fótbolti

Queiroz rekinn frá Portúgal

Landslið Portúgals mun mæta til leiks á Laugardalsvöllinn í byrjun október með nýjan þjálfara en landsliðsþjálfarinn Carlos Queiroz var rekinn í dag.

Fótbolti

Parker framlengdi við West Ham

Scott Parker er svo sannarlega ekki á förum frá West Ham eins og stuðningsmenn félagsins óttuðust heldur er hann búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Enski boltinn