Handbolti

Rúnar á förum frá Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar í leik gegn Kiel.
Rúnar í leik gegn Kiel.

Örvhenta skyttan Rúnar Kárason mun yfirgefa herbúðir þýska úrvalsdeildarliðsins Füchse Berlin um helgina.

Hann hefur verið seldur til 2. deildarliðsins Bergischer HC en Rúnar samdi við félagið út þessa leiktíð.

Rúnar kom til félagsins sumarið 2009 og hefur ekki komist almennilega í gang með liðinu.

Hollendingurinn Mark Bult er aftur kominn til félagsins í stað Rúnars en hann flutti sig um set til Póllands í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×