Sport

Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna

Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Snæfellingar með 21 árs gamlan Letta á reynslu

Íslandsmeistarar Snæfells í körfubolta karla eru með 21 árs gamlan Letta á reynslu hjá sér og spilaði hann með liðinu á móti Fjölni í átta liða úrslitum Lengjubikars karla á sunnudagskvöldið. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

Körfubolti

Virgin liðið prófar belgískan ökumann

Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru.

Formúla 1

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

Íslenski boltinn

KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár

KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík. Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn.

Körfubolti

Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri

Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins.

Formúla 1

Van Gaal vill gerast landsliðsþjálfari

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, vilji aftur fá tækifæri til að gerast landsliðsþjálfari áður en ferlinum lýkur.

Fótbolti