Fótbolti

Mourinho útilokar að taka við Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Nordic Photos / AFP

Jose Mourinho segir að hann geti ekki tekið að sér að stýra landsliði Portúgals í næstu tveimur landsleikjum.

Forráðamenn portúgalska knattspyrnusambandsins höfðu leitað til hans með það fyrir augum að stýra liðinu í leikjum þess gegn Danmörku og Íslandi í næsta mánuði.

Carlos Queiroz var sagt upp störfum fyrr í mánuðinum eftir slæma byrjun Portúgals í riðlinum. Liðið gerði fyrst jafntefli við Kýpur og tapaði svo fyrir Noregi.

„Þar sem ég er frá Portúgal mun ég alltaf standa þeim til boða ef þeir vilja ræða við mig. En hvað þjálfun varðar er það útilokað og vil ég ekki ræða það meira," sagði Mourinho.

„Ég vil að portúgalska landsliðinu gangi vel. Landsliðsþjálfarinn mun þar að auki alltaf njóta míns stuðnings."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×