Sport

Schwarzer valinn besti fótboltamaður Ástralíu

Mark Schwarzer, markmaður Fulham, fékk tvö stór verðlaun á uppskeruhátíð áströlsku knattspyrnunnar í gær. Schwarzer var kosinn besti knattspyrnumaður Ástrala annað árið í röð og var einnig kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum.

Enski boltinn

Mancini: Chelsea og Arsenal eru betri en Manchester United

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ennþá harður á því að Chelsea vinni enska meistaratitilinn annað árið í röð. Mancini segir að tæknilega sé Arsenal eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem eigi eitthvað í Chelsea en það skilji á milli liðanna þegar kemur að líkamlega þættinum.

Enski boltinn

Button: Pressa á Webber í næstu mótum

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata.

Formúla 1

Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband

Brasilíska landsliðið hefur byrjað vel undir stjórn Mano Menezes sem tók við liðinu af Dunga sem var rekinn eftir HM í Suður-Afríku í sumar. Brasilía vann 3-0 sigur á Íran í Abu Dhabi í gær í öðrum leiknum undir hans stjórn en hafði unnið 2-0 sigur á Bandaríkjamönnum í fyrsta leiknum.

Fótbolti

Schumacher elskar Suzuka

Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg.

Formúla 1

Hamilton ber sig vel eftir óhapp

Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn.

Formúla 1

Barcelona vann Los Angeles Lakers

Barcelona vann 92-88 sigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í æfingaleik í gær en leikið var á Spáni. Pau Gasol, framherji lakers, mætti þarna sínu gamla félagi.

Körfubolti

Vettel fljótastur á tveimur æfingum

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á tveimur Formúlu 1 æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann er meðal fimm ökumanna sem berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1, en liðsfélagi Vettels, Mark Webber varð annar á báðum æfingum.

Formúla 1

Íhugar mótframboð gegn Blatter

Suður-Kóreumaðurinn Chung Mong-joon, varaforseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, íhugar nú mótframboð gegn Sepp Blatter, núverandi formanni, þegar formannskjör fer fram hjá sambandinu í maí næstkomandi.

Fótbolti