Íslenski boltinn

Baldur og Kjartan á förum frá Valsmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Ingimar Aðalsteinsson í leik með Val.
Baldur Ingimar Aðalsteinsson í leik með Val. Mynd/Arnþór
Miðjumaðurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson og markmaðurinn Kjartan Sturluson munu ekki spila áfram með Valsmönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Baldur Ingimar Aðalsteinsson hefur tjáð forsvarsmönnum knattspyrnudeildar Vals að hann óski ekki eftir endurnýjun samnings við félagið. Baldur hefur verið hjá Val frá því um haustið 2003, leikið 121 leik fyrir félagið og skorað 16 mörk.

Kjartan Sturluson á förum frá félaginu. Kjartan kom til liðs við Val í byrjun árs 2005 og lék 129 leiki með Val á 6 leiktímabilum. Kjartan lék sinn 200. leik í efstu deild á móti Haukum í lokaumferð Íslandsmótsins.

„Baldur og Kjartan léku báðir stórt hlutverk í bikarmeistaratitli Vals árið 2005 og Íslandsmeistaratitli 2007 og verður framlag þeirra til félagsins lengi í minnum haft. Valur þakkar þeim báðum frábær störf fyrir félagið," segir í fréttinni á heimasíðu Vals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×