Sport

Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

Körfubolti

Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

Handbolti

Broughton bjartsýnn á að halda Torres

„Ég er fullviss um að Fernando Torres vilji vera áfram eftir að hafa heyrt áætlanir nýrra eigenda. Hann er siguvegari og þeir vilja gera liðið að sigurvegara," segir Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool.

Enski boltinn

Aron með þrjú mörk fyrir Kiel í fjögurra marka sigri

Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann 33-29 sigur á pólsku meisturunum í KS Vive Kielce í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag. Kiel var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16-13. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel-liðið eins og allir vita.

Handbolti

Wes Brown öskraði á Sir Alex - Seldur í janúar?

Framtíð varnarmannsins Wes Brown hjá Manchester United er í lausu lofti. Brown lenti í hörkurifrildi við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson í sumar og það kann ekki góðri lukku að stýra. Öskruðu þeir á hvorn annan og rifust líkt og hundur og köttur.

Enski boltinn

Logi: Eins og hann sé með puttann í rafmagnsdósinni

FH-ingurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum FH í N1 deild karla og hefur greinilega notið góðs af því að spila við hlið Loga Geirssonar sem hefur tekið að sér leikstjórnendahlutverkið í FH-liðinu í vetur.

Handbolti

Wayne Rooney vill fá vetrarfrí í ensku deildina

Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins, er kominn í hóp þeirra sem vilja fá vetrarfrí í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en hann telur að þetta sé eina leiðin til þess að enska landsliðið verði samkeppnishæft á stórmótum.

Enski boltinn

Giggs: Er farinn að sjá svolítinn Cristiano Ronaldo í Nani

Ryan Giggs hefur trú á því að Nani sé farinn að nálgast Cristiano Ronaldo og sér enga fyrirstöðu fyrir því að hann geti orðið einn af bestu leikmönnum í heimi. Nani hefur spilað vel með Manchester United á tímabilinu og skoraði tvö mörk í sigri Portúgala á Dönum á föstudagskvöldið. Næsti leikur hans er síðan á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið.

Enski boltinn

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti

Vettel: Stoltur af sigrinum

Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig.

Formúla 1

Nani: Upprisan fullkomnuð með sigri á Íslandi

Nani skoraði tvö fyrstu mörk Portúgala í 3-1 sigri á Dönum á föstudagskvöldið og næst á dagskrá hjá þessum snjalla leikmanni Manchester United er að mæta á Laugardalsvöllinn og spila við íslenska landsliðið á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan

Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum.

Formúla 1