Sport

Rosenborg norskur meistari

Rosenborg varð í kvöld norskur meistari í knattspyrnu enn eina ferðina. Rosenborg vann þá 1-0 sigur á Tromsö sem gerir það að verkum að önnur lið deildarinnar geta ekki náð liðinu í lokaumferðunum.

Fótbolti

Örvar: Strákarnir hafa hjartað og kraftinn

„Ég er auðvitað vonsvikinn með það að tapa en aftur á móti ánægður með margt hjá strákunum. Mér fannst við vera mjög öflugir í fyrri hálfleik og þetta var hörkuleikur hlangað til að þeir stungu okkur af í fjórða leikhluta. Það vantaði ekki mikið upp á en þeir unnu verðskuldað," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir hörkuleik gegn KR í kvöld en heimamenn sigruðu leikinn, 93-77.

Körfubolti

Fannar: Þetta er allt á réttri leið

„Þeir eru með gott lið en við fórum bara loks að spila varnarleik í síðari hálfleik, við fengum alltof mikið á okkur í fyrri hálfleik. Við viljum halda liðunum undir sjötíu stigum og við höfum verið að finna taktinn sérstaklega varnarlega og það er jákvætt," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Fjölni í kvöld.

Körfubolti

Meistarinn að missa af lestinni í titilslagnum

Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag.

Formúla 1

Flaug niður tröppur í miðjum leik - Myndband

Óvenjulegt og skondið atvik átti sér stað í leik Ponte Preta og Santo Andre í Brasilíska boltanum á dögunum. Guilherme leikmaður Ponte Preta var þá á harðaspretti en náði ekki að stöðva sig og endaði einhverstaðar í neðanjarðargöngum leikfabgsins.

Fótbolti

Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli

Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf

Formúla 1

Hannover tapaði fyrir Lemgo

Lemgo hefndi fyrir tapið gegn Hannover/Burgdorf í bikarnum á dögunum með þvi að leggja Hannover í dag í deildarleik. Lokatölur 26-31 fyrir Lemgo.

Handbolti

Jafntefli hjá Degi og Guðmundi

Guðmundur Guðmundsson er enn taplaus sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Litlu mátti muna að Guðmundur hefði tapað sínum fyrsta leik í dag er hann mætti með lið sitt til Berlínar þar sem Löwen mætti liði Dags Sigurðssonar, Fuchse Berlin.

Handbolti

Arsenal kláraði City sannfærandi einum fleiri

Arsenal landaði góðum, 3-0, sigri gegn Manchester City í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega en strax á fimmtu mínútu fékk Dedryck Boyata að líta rauða spjaldið fyrir brot á Marouane Chamakh framherja Arsenal.

Enski boltinn

Neville slapp með skrekkinn

Gary Neville var afar lánsamur að fá ekki rauða spjaldið í leiknum gegn Stoke í dag. Hann tæklaði Matthew Etherington þá hraustlega þegar hann var kominn með gult spjald.

Enski boltinn

Liverpool enn í fallsæti eftir sigur á Blackburn

Liverpool hafði betur í botnbaráttunni gegn Blackburn, 2-1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir á 48.mínútu með góðu skallamarki. Blackburn jafnaði metin þremur mínútum síðar en þá skoraði Jamie Carragher ansi klaufalegt sjálfsmark eftir skot frá El-Hadji Diouf.

Enski boltinn

Rangers sigraði Celtic í toppslagnum

Rangers sigraði Celtic, 3-1, í toppslagnum á Skotlandi í dag. Fyrsta mark leiksins kom rétt fyrir leikhlé en það voru heimamenn í Celtic sem tóku forystuna með marki frá Gary Hooper en hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Fótbolti

Portsmouth heldur lífi

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er nú í betri stöðu og samkvæmt nýjustu fréttum er félagið ekki á leið í gjaldþrot eftir að Sacha Gaydamak fyrrverandi eigandi félagsins komst að samkomulagi um greiðslu upp á 2,2 milljóna punda sem félagið skuldar honum.

Enski boltinn

Alonso vann eftir stormasama keppni

Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið.

Formúla 1