Sport

Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta

„Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Körfubolti

Gunnar: Þetta er allt að koma hjá okkur

„Þetta var mjög fínn sigur hjá okkur og mjög svo mikilvægur“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík bar sigur úr býtum gegn Fjölni, 96-104, í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.

Körfubolti

Freyr: Fyrri hálfleikur fór með okkur

Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka, segir að Haukar eigi að geta gert miklu betur en þeir gerðu gegn HK í kvöld. HK-ingar unnu, 36-34, eftir að hafa skorað 20 mörk í fyrri hálfleik.

Handbolti

Björn Ingi: Leikgleðin skilar miklu

Björn Ingi Friðþjófsson hefur staðið sig mjög vel í marki HK í upphafi leiktíðar og það breyttist ekki í kvöld er hans menn unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka í N1-deild karla, 36-34.

Handbolti

Guðjón: Herslumuninn vantar

Guðjón Finnur Drengsson átti virkilega góðan leik fyrir Selfyssinga í kvöld en það dugði þó ekki til. Liðið tapaði með fimm mörkum norðan heiða fyrir Akureyri, 34-29.

Handbolti

Framarar unnu Aftureldingu í Safamýrinni

Framarar unnu 34-27 sigur á Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld. Framliðið var með frumkvæðið allan leikinn og var 17-13 yfir í hálfleik. Það vakti kannski mesta athygli að leikmenn liðanna voru reknir útaf í 34 mínútur í leiknum.

Handbolti

Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð

HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.

Handbolti

Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR

Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum.

Körfubolti

Gyan: Var í lélegu formi í upphafi tímabils

Ganamaðurinn Asamoah Gyan er kominn í gang hjá Sunderland og hefur verið iðinn við kolann í síðustu leikjum. Hann er sjálfur hæstánægður með lífið í enska boltanum þessa dagana en honum hefur tekist vel að aðlagast boltanum á Englandi.

Enski boltinn

Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík

Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri.

Körfubolti

Lykilleikmenn framlengja við Hamburg

Stuðningsmenn handboltaliðs Hamborgar fengu góð tíðindi í dag er þrír lykilmenn liðsins framlengdu við félagið. Þetta eru danski hornamaðurinn Hans Lindberg, króatíski línumaðurinn Igor Vori og þýski markvörðurinn Johannes Bitter.

Handbolti

Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn

Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert.

Formúla 1

Löwen vill fá Alilovic í markið

Markvarðaleit Rhein-Neckar Löwen heldur áfram en í gær varð ljóst að Silvio Heinevetter myndi ekki koma til félagsins frá Fuchse Berlin. Heinevetter vildi meiri pening en Jesper Nielsen, eigandi Löwen, var til í að greiða.

Handbolti

Carlén-feðgar á leið til Hamborgar

Svíinn Per Carlén, sem rekinn var frá Flensburg í dag, er sagður á leið til Hamburgar þar sem hann mun taka við þjálfarastarfi félagsins í stað Martin Schwalb sem hættir í vor.

Handbolti

Joey Barton ákærður

Það kom nákvæmlega engum á óvart að enska knattspyrnusambandið hafi í dag ákveðið að kæra Joey Barton fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Enski boltinn

Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag.

Golf

Tiger enn í basli með púttin

Tiger Woods lék fyrsta hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Golf

Wilkins hættur hjá Chelsea

Chelsea kom á óvart í dag er félagið tilkynnti að Ray Wilkins væri hættur hjá félaginu. Samningur hans við félagið átti að renna út í lok leiktíðar. Ekki var áhugi á því að framlengja samninginn og Wilkins hætti því í dag.

Enski boltinn

Tveir stefna á sigur og tveir ætla að meta stöðuna

Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn.

Formúla 1