Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2010 21:02 Bjarki Már Elíasson skoraði 11 mörk í kvöld. Mynd/Stefán HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira