Handbolti

Heinevetter skrifar undir hjá Berlin á morgun

Guðjón Guðmundsson skrifar
Silvio Heinevetter.
Silvio Heinevetter.

Samkvæmt heimildum Vísis mun þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter skrifa undir nýjan samning við Fuchse Berlin í fyrramálið.

Núverandi samningur leikmannsins rennur út í lok leiktíðar og hafa fjölmörg félög borið víurnar í markvörðinn sterka. Þar á meðal Rhein-Neckar Löwen sem var ekki til í að greiða uppsett laun leikmannsins.

Þetta eru afar góð tíðindi fyrir þjálfara Berlin, Dag Sigurðsson, sem hefur verið að gera frábæra hluti með liðið sem er í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Árangurinn hefur vakið óskipta athygli í Þýskalandi enda ekki búist við liði Dags þetta öflugu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×