Handbolti

Carlén-feðgar á leið til Hamborgar

Guðjón Guðmundsson skrifar
Oscar Carlén.
Oscar Carlén.

Svíinn Per Carlén, sem rekinn var frá Flensburg í dag, er sagður á leið til Hamburgar þar sem hann mun taka við þjálfarastarfi félagsins í stað Martin Schwalb sem hættir í vor.

Forráðamenn Flensburgar munu hafa haft veður af því að feðgarnir, Per og Oscar carlén, hafi þegar samið við Hamburg að því er heimildir Vísis herma.  Þess vegna hafi Carlén fengið að fjúka í morgun.

Oscar Carlén er ætlað að fylla það skarð sem Krysztof Lijewski skilur eftir sig hjá Hamburg en hann mun ganga í raðir Rhein-Neckar Löwen næsta sumar.

Það er hins vegar mál manna í Þýskalandi að ef þetta reynist rétt þá sé Hamburg að fara úr öskunni í eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×