Sport

Ballack: Ancelotti réð engu

Þjóðverjinn Michael Ballack segir að Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, hafi ekkert haft með það að segja þegar Ballack var látinn fara frá Chelsea í sumar. Ballack lék 45 leiki með liðinu á síðasta tímabili þegar Chelsea vann tvöfalt.

Enski boltinn

Massa fljótastur í dekkjaprófun Pirelli

Formúlu 1 kappar æfðu á Abu Dhabi brautinni í dag og óku á Pirelli dekkjum sem verða notuð á næsta ári. Felipe Massa náði besta tíma dagsins á Ferrari á undan meistaranum Sebastian Vettel á Red Bull.

Formúla 1

Wilshere gripinn með buxurnar á hælunum

Hinn ungi miðjumaður Arsenal, Jack Wilshere, er orðinn stjarna með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Hann var harkalega minntur á það í morgun þegar slúðurblaðið The Sun fletti ofan af framhjáhaldi hans.

Enski boltinn

Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi

Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf.

Handbolti

Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018.

Golf

Sturla: Vonandi fyrsti sigurinn af mörgum

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, haltraði af velli í leikslok gegn Aftureldingu í kvöld. Hann fékk slæmt högg á fótinn og var ekki á bætandi þar sem hann hefur verið meiddur upp á síðkastið.

Handbolti

Bjarni Aron: Sportið er grimmt

Mosfellingurinn Bjarni Aron Þórðarson var að vonum svekktur eftir eins marks tap á heimavelli gegn Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í N1-deildinni í vetur.

Handbolti

Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum

"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar.

Handbolti