Sport

Hver man eftir Mókolli?

Heimsmeistaramótið í handbolta verður sífellt stærra og stærra. Þjóðverjar settu ný viðmið árið 2007. Svíar ætla sér að gera enn betur á HM 2011 sem hefst í næstu viku.

Handbolti

Landsliðið okkar lítur mjög vel út

Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM.

Handbolti

Ólafur með 105 mörk á móti Þjóðverjum

Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk á móti Þjóðverjum í Höllinni í gær og hefur þar með skorað 105 mörk í 16 landsleikjum á móti því landi þar sem hann hefur spilað stóran hluta síns handboltaferils.

Handbolti

Nasri og King kepptu um kvenfólk

Rígurinn á milli Arsenal og Tottenham tók á síg nýja mynd á dögunum þegar Samir Nasri, leikmaður Arsenal, og Ledley King, varnarmaður Tottenham, kepptust um kvenfólk á skemmtistað í Lundúnum.

Enski boltinn

Björgvin Páll: Allt verður auðveldara þegar vörnin er góð

„Við litum bara nokkuð vel út varnarlega en mér fannst Þjóðverjarnir vera aðeins þungir. Það er kannski ekki alveg að marka þá. Ég var ánægður með minn leik en það verður allt miklu auðveldara fyrir mig þegar vörnin er svona góð,“ sagði Björgvin Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við visir.is eftir 27-23 sigur liðsins gegn Þjóðverjum í kvöld

Íslenski boltinn

Ólafur: Þetta lítur mjög vel út

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var bara sáttur eftir fjögurra marka sigur á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.

Handbolti

Þórir: Það er kominn fiðringur í mig fyrir HM

„Það er kominn fiðringur í mig fyrir HM og ég er ekki í neinu meiðslaveseni núna eins og fyrir undanfarin stórmót sem ég hef misst af. Ég spilaði síðast árið 2006 í Sviss og ég vonast til þess að HM í Svíþjóð verði mótið þar sem ég fæ loksins að spila eftir langa bið,“ sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 27-23 sigur Íslands gegn Þjóðverjum í Laugardalshöll í kvöld.

Handbolti

Ingimundur: Alltaf gaman skora

Varnarleikur íslenska liðsins gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld var frábær þar sem að Ingimundur Ingimundarson stóð vaktina ásamt Sverre Jakobssyni.

Handbolti

Fjögurra marka sigur á Þjóðverjum

Strákarnir okkar unnu flottan fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 27-23, í fyrri æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í kvöld. Frábær vörn og góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar lagði grunninn að sigrinum.

Handbolti

Zabaleta sleppur við bann

Pablo Zabaleta, leikmaður Manchester City, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn

Sverre: Megum ekkert slaka á

Ísland mætir Þjóðverjum í Höllinni í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18.45. Íslandi hefur gengið vel með Þýskaland á síðustu árum en Sverre Jakobsson segir það engu skipta í kvöld.

Handbolti