Hver man eftir Mókolli? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. janúar 2011 10:00 Frakkar hafa á undanförnum áratug verið með eitt besta handboltalandslið heims. Frakkar unnu sín fyrstu gullverðlaun á stómóti á HM á Íslandi 1995. Mynd/Diener Heimsmeistaramótið í handbolta verður sífellt stærra og stærra. Þjóðverjar settu ný viðmið árið 2007. Svíar ætla sér að gera enn betur á HM 2011 sem hefst í næstu viku. Saga heimsmeistaramótsins í handbolta í karlaflokki hófst árið 1938 og HM í Svíþjóð sem hefst hinn 13. janúar verður það 22. í röðinni. Svíar ætla sér að gera betur en Þjóðverjar, sem settu mótið á nýjan stall árið 2007 með glæsilegri og áhrifamikilli umgjörð. Króatar náðu að fylgja því ágætlega eftir tveimur árum síðar. Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur mátt þola mikla gagnrýni á framkvæmd HM í gegnum tíðina og mótin í Portúgal 2003 og Túnis 2005 voru langt frá því að vera vel heppnuð. Ég var sjálfur við störf sem blaðamaður á HM í Portúgal árið 2003 og margt á því móti kom verulega á óvart. Skipulagið var í molum og allt var gert á síðustu stundu. Áður en riðlakeppnin hófst var ekki ljóst hvar liðin myndu leika í milliriðli. Eini íslenski stuðningsmaðurinn var því á báðum áttum hvar hann ætti að panta sér hótelherbergi - en það reyndist ekki vera stór valkvíði því aðeins tvö hótel voru í boði í smábænum Caminha þar sem Íslendingar léku í milliriðli. Aðstaða blaða- og fréttamanna var algjört grín og sátu íslenskir blaðamenn með pappaspjöld á lærum sér sem notuð voru sem skrifborð í leikjunum í íþróttahúsinu í Caminha sem gat tekið við um 1.500 áhorfendum. Við sátum reyndar í miðri áhorfendaþvögunni - það er önnur saga. Í fréttamannaaðstöðunni eftir leiki voru nokkrar borðtölvur tengdar við eina 56 kb nettengingu sem átti að duga fyrir alla blaðamenn - og ljósmyndara. Það var stórkostlegur hraði á því öllu saman - eða þannig. Fjölmiðlastéttin lét óánægju sína berlega í ljós og hlutirnir voru aðeins betri tveimur árum síðar í Túnis en mótið sjálft náði ekki neinum hæðum hvað áhorfendur varðar og stemningu. Þjóðverjar sýndu hvað þeir getaÞjóðverjar voru gestgjafar HM árið 2007 og þar voru sett ný viðmið í framkvæmd mótsins. Keppnishallirnar voru stærri en áður hafði þekkst og áhorfendur létu sig ekki vanta.Sem dæmi má nefna að í Magdeburg, þar sem Íslendingar léku í riðlakeppninni, var ávallt uppselt og 7.000 áhorfendur mættu á alla leikina í riðlakeppninni. Þjóðverjar fengu hæstu einkunn fyrir framkvæmdina en Svíar hafa lofað því að HM 2011 verði það stærsta frá upphafi. HM á aðeins eftir að stækkaGuðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2, segir að heimsmeistaramótið eigi eftir að stækka og stækka í nánustu framtíð. „Það eru gerðar meiri kröfur en áður um aðbúnað og aðstöðu fyrir áhorfendur. Sjónvarpsáhorfið er einnig mun meira en áður og til marks um það hafa margir gert þá kröfu að leikhléum verði fjölgað. Það er krafa frá þeim sem eru rétthafar frá þessum mótum - þeir vilja fleiri hlé fyrir auglýsingar," segir Guðjón. Um 100 sjónvarpsstöðvar verða með beinar útsendingar frá HM og um tveir milljarðar manns í 160 löndum geta séð þessa leiki.HM hefur aldrei farið fram í Ameríku eða Eyjaálfu en Brasilía, Argentína og jafnvel Síle eru í stakk búin að takast á við slíkt verkefni.Heimsmeistaramótið fór fram á Íslandi árið 1995 en litlar sem engar líkur eru á því að HM fari aftur fram á Íslandi. Árið 1995 var Mókollur, lukkudýr keppninnar, oftar en ekki einn í stúkunni. Áhorfendur voru fáir á flestum leikjum og hátt miðaverð var ein af skýringunum. Leikið var í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri. Íþróttamannvirkin á Íslandi standast ekki kröfurnar sem gerðar eru Hér á landi eru ekki til íþróttamannvirki sem standast þær kröfur sem gerðar eru af Alþjóða handknattleikssambandinu í dag. Úrslitaleikurinn þarf að fara fram í keppnishöll sem rúmar í það minnsta 13.000 áhorfendur í sæti.Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambandsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að HSÍ hefði skoðað lauslega þær kröfur sem settar eru vegna lokakeppni á Evrópumeistaramóti kvenna. „Við sáum það fljótlega að við erum langt frá þeim viðmiðum hvað varðar aðstöðu. Ég sé ekki að stórmót í handbolta fari fram á Íslandi í nánustu framtíð," sagði Knútur. Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta verður sífellt stærra og stærra. Þjóðverjar settu ný viðmið árið 2007. Svíar ætla sér að gera enn betur á HM 2011 sem hefst í næstu viku. Saga heimsmeistaramótsins í handbolta í karlaflokki hófst árið 1938 og HM í Svíþjóð sem hefst hinn 13. janúar verður það 22. í röðinni. Svíar ætla sér að gera betur en Þjóðverjar, sem settu mótið á nýjan stall árið 2007 með glæsilegri og áhrifamikilli umgjörð. Króatar náðu að fylgja því ágætlega eftir tveimur árum síðar. Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur mátt þola mikla gagnrýni á framkvæmd HM í gegnum tíðina og mótin í Portúgal 2003 og Túnis 2005 voru langt frá því að vera vel heppnuð. Ég var sjálfur við störf sem blaðamaður á HM í Portúgal árið 2003 og margt á því móti kom verulega á óvart. Skipulagið var í molum og allt var gert á síðustu stundu. Áður en riðlakeppnin hófst var ekki ljóst hvar liðin myndu leika í milliriðli. Eini íslenski stuðningsmaðurinn var því á báðum áttum hvar hann ætti að panta sér hótelherbergi - en það reyndist ekki vera stór valkvíði því aðeins tvö hótel voru í boði í smábænum Caminha þar sem Íslendingar léku í milliriðli. Aðstaða blaða- og fréttamanna var algjört grín og sátu íslenskir blaðamenn með pappaspjöld á lærum sér sem notuð voru sem skrifborð í leikjunum í íþróttahúsinu í Caminha sem gat tekið við um 1.500 áhorfendum. Við sátum reyndar í miðri áhorfendaþvögunni - það er önnur saga. Í fréttamannaaðstöðunni eftir leiki voru nokkrar borðtölvur tengdar við eina 56 kb nettengingu sem átti að duga fyrir alla blaðamenn - og ljósmyndara. Það var stórkostlegur hraði á því öllu saman - eða þannig. Fjölmiðlastéttin lét óánægju sína berlega í ljós og hlutirnir voru aðeins betri tveimur árum síðar í Túnis en mótið sjálft náði ekki neinum hæðum hvað áhorfendur varðar og stemningu. Þjóðverjar sýndu hvað þeir getaÞjóðverjar voru gestgjafar HM árið 2007 og þar voru sett ný viðmið í framkvæmd mótsins. Keppnishallirnar voru stærri en áður hafði þekkst og áhorfendur létu sig ekki vanta.Sem dæmi má nefna að í Magdeburg, þar sem Íslendingar léku í riðlakeppninni, var ávallt uppselt og 7.000 áhorfendur mættu á alla leikina í riðlakeppninni. Þjóðverjar fengu hæstu einkunn fyrir framkvæmdina en Svíar hafa lofað því að HM 2011 verði það stærsta frá upphafi. HM á aðeins eftir að stækkaGuðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2, segir að heimsmeistaramótið eigi eftir að stækka og stækka í nánustu framtíð. „Það eru gerðar meiri kröfur en áður um aðbúnað og aðstöðu fyrir áhorfendur. Sjónvarpsáhorfið er einnig mun meira en áður og til marks um það hafa margir gert þá kröfu að leikhléum verði fjölgað. Það er krafa frá þeim sem eru rétthafar frá þessum mótum - þeir vilja fleiri hlé fyrir auglýsingar," segir Guðjón. Um 100 sjónvarpsstöðvar verða með beinar útsendingar frá HM og um tveir milljarðar manns í 160 löndum geta séð þessa leiki.HM hefur aldrei farið fram í Ameríku eða Eyjaálfu en Brasilía, Argentína og jafnvel Síle eru í stakk búin að takast á við slíkt verkefni.Heimsmeistaramótið fór fram á Íslandi árið 1995 en litlar sem engar líkur eru á því að HM fari aftur fram á Íslandi. Árið 1995 var Mókollur, lukkudýr keppninnar, oftar en ekki einn í stúkunni. Áhorfendur voru fáir á flestum leikjum og hátt miðaverð var ein af skýringunum. Leikið var í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri. Íþróttamannvirkin á Íslandi standast ekki kröfurnar sem gerðar eru Hér á landi eru ekki til íþróttamannvirki sem standast þær kröfur sem gerðar eru af Alþjóða handknattleikssambandinu í dag. Úrslitaleikurinn þarf að fara fram í keppnishöll sem rúmar í það minnsta 13.000 áhorfendur í sæti.Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambandsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að HSÍ hefði skoðað lauslega þær kröfur sem settar eru vegna lokakeppni á Evrópumeistaramóti kvenna. „Við sáum það fljótlega að við erum langt frá þeim viðmiðum hvað varðar aðstöðu. Ég sé ekki að stórmót í handbolta fari fram á Íslandi í nánustu framtíð," sagði Knútur.
Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita