Enski boltinn

Behrami aftur á leið til Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Valon Behrami er líklega aftur á leið til Ítalíu en hann hefur verið á mála hjá West Ham í Lundúnum síðan 2008.

Hann hefur aðeins náð að spila 50 leiki með West Ham á þessum tíma en meiðsli hafa ítrekað sett strik í reikninginn.

West ham mun hafa komist að samkomulagi við Fiorentina um söluna en sjálfur vill Behrami ólmur komst aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði með Lazio og Genoa á sínum tíma.

Behrami er frá Sviss og er 25 ára gamall miðvallarleikmaður. Talið er líklegt að hann munGi skrifa undir fjögurra ára samning við Fiorentina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×