Handbolti

Fjögurra marka sigur á Þjóðverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson sækir hér að þýsku vörninni í kvöld. Mynd/Anton
Aron Pálmarsson sækir hér að þýsku vörninni í kvöld. Mynd/Anton

Strákarnir okkar unnu flottan fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 27-23, í fyrri æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í kvöld. Frábær vörn og góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar lagði grunninn að sigrinum.

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Ísland, Aron Pálmarsson var með fimm mörk og þeir Ingimundur Ingimundarson og Alexander Petersson skoruðu þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot þar af tvö víti.

Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Ísland lagði grunninn að forustunni með því að skora 5 mörk gegn 1 á sjö mínútna kafla í kringum leikhlé Heiner Brand, þjálfara Þjóðverja og breyta stöðunni úr 5-6 í 10-7.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel með Björgvin Pál Gústavsson í góðum gír í markinu og var komið með fjögurra marka forustu, 18-14, eftir 9 og hálfa mínútu.

Íslenska liðið átti slæman kafla um miðjan hálfleikinn og forskotið var bara eitt mark þegar níu mínútur voru eftir. Þá kom annar flottur kafli þar sem Ísland skoraði 4 mörk gegn 1 og náði aftur góðu forskoti sem liðið hélt út leikinn.

Ísland-Þýskaland 27-23 (14-12)



Mörk Íslands (Skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (8/5), Aron Pálmarsson 5 (9), Ingimundur Ingimundarson 3 (3), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (5/1), Alexander Petersson 3 (7), Arnór Atlason 2 (4), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (3), Róbert Gunnarsson 2 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1).

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/2 (40/4, 43%)

Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Ingimundur 3, Ásgeir Örn, Guðjón Valur, Aron)

Fiskuð víti: 6 (Róbert 3, Aron, Snorri Steinn, Alexander)

Brottrekstrar: 8 mínútur

Mörk Þýskalands (Skot): Michael Kraus 4/1 (8/3), Adrian Pfahl 3 (3), Sebastian Preiss 3 (4), Holger Glandorf 3 (7), Michael Haass 3 (3), Jacob Heinl 2 (3), Patrick Groetzki 2 (2), Uwe Gensheimer 2/1 (4/2), Pascal Hens 1 (1), Lars Kaufmann 0 (3), Christian Sprenger 0 (2), Dominik Klein 0 (1).

Varin skot: Silvio Heinevetter 7/1 (20/2, 35%), Carsten Lichtlein 7 (21/3, 33%)

Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Press 2, Heinl 2, Groetzki, Haass)

Fiskuð víti: 5 (Kaufmann 2, Haass, Hens, Glandorf)

Brottrekstrar: 6 mínútur

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×