Handbolti

Perez spilar með Ungverjum á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Perez í leik með ungverska landsliðinu.
Carlos Perez í leik með ungverska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Perez mun spila með ungverska landsliðinu á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að hann verði fertugur síðar á árinu.

Perez er öflug vinstri skytta sem hefur spilað með Ungverjum í tæpan áratug. Hann er fæddur í Havana á Kúbu og spilaði á sínum tíma 171 leik með kúberska landsliðinu, síðast á HM 1999.

Hann gekk í raðir MKB Veszprem (áður Fotex) árið 1997 og fékk ungverskan ríkisborgararétt tveimur árum síðar. Hann byrjaði að spila með landsliði Ungverja árið 2003 og varð markahæsti leikmaður HM 2003 þegar þeir náðu sjötta sæti.

Örvhenta Laszlo Nagy mun þó ekki spila með Ungverjum á HM sem er mikill missir fyrir landsliðið.

Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í fyrsta leik sínum á HM í Svíþjóð eftir slétta viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×