Handbolti

Ólafur með 105 mörk á móti Þjóðverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton

Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk á móti Þjóðverjum í Höllinni í gær og hefur þar með skorað 105 mörk í 16 landsleikjum á móti því landi þar sem hann hefur spilað stóran hluta síns handboltaferils.

Ólafur hefur skorað 6,6 mörk að meðaltali á móti Þjóðverjum þar af 8 mörk að meðaltali í þremur leikjum á móti þeim í Laugardalshöllinni. Þýskaland er annað landið sem Ólafur nær að brjóta hundrað marka múrinn á móti en hann hafði skorað 100 í 20 landsleikjum á móti Dönum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×