Sport

Argentínumenn unnu Slóvaka sannfærandi

Argentínumenn fylgdu eftir góðum leik á móti Póllandi í gær með því að vinna sannfærandi fimm marka sigur á Slóvökum, 23-18, á HM í handbolta í dag. Argentínumenn eru því komnir með þrjú stig í sínum riðli og verða með í baráttunni um sæti í milliriðli.

Handbolti

Redknapp: Við höfum ekki efni á Andy Carroll

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir engar líkur á því að Tottenham kaupi Andy Carroll, framherja Newcastle, eins og hefur verið orðrómur um í ensku blöðunum. Carroll er núbúinn að framlengja við sitt æskufélag en ensku blöðin keppast engu að síður um að velta sér upp úr hugsanlegum kaupendum á þessum stóra og sterka framherja.

Enski boltinn

Konchesky og Poulsen eiga báðir möguleika hjá Kenny Dalglish

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist eiga mikið verk fyrir höndum í að reyna að byggja upp sjálfstraust og orðspor margra af reyndari leikmanna liðsins. Hann nefndi sérstaklega bakvörðinn Paul Konchesky og danska miðjumanninn Christian Poulsen en Roy Hodgson keypti þá báða til liðsins.

Enski boltinn

Darren Bent á leið til Aston Villa fyrir 18 milljónir punda?

Guardian segir frá því að Steve Bruce, stjóri Sunderland og stjórnarformaðurinn Niall Quinn hafi samþykkt 18 milljóna tilboð Aston Villa í framherjann Darren Bent. Upphæðin gæti á endanum farið allt upp í 24 milljónir punda sem myndi vera hæsta upphæð sem Aston Villa hefur greitt fyrir leikmann.

Enski boltinn

Magnus Andersson: Japanir mjög hraðir

Austurríkismenn fengu á baukinn gegn Japan og af þeim leik þarf Ísland að læra. Fréttablaðið hitti Magnus Andersson, landsliðsþjálfara Austurríkis, í gær og spurði hann að því hvað bæri að varast hjá Japönum.

Handbolti

Eru PSV Eindhoven og Ajax að slást um Eið Smára?

Enska blaðið The Mirror segir frá því í morgun að hollensku liðin PSV Eindhoven og Ajax séu fremst í flokki í kapphlaupinu um að fá Eið Smára Guðjohnsen til sín en Stoke er tilbúið að selja íslenska framherjann í þessum félagsskiptaglugga.

Enski boltinn

Torres er viss um að Liverpool nái sér á strik

Spænski framherjinn Fernando Torres segir að Liverpool eigi eftir að ná sér á strik undir stjórn Kenny Dalglish. Liverpool hefur byrjað leiktíðina afar illa og er liðið 19 stigum á eftir erkifjendunum – Manchester United sem er á toppi deildarinnar með 45 stig.

Enski boltinn

Guðjón Valur: Eins gott að við verðum á tánum

Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn á HM með stæl gegn Brasilíu og það mun mikið mæða á honum gegn Japan í kvöld enda þurfa hornamenn íslenska liðsins að vera klókir gegn framliggjandi vörn Japana og Guðjón mun eflaust vera duglegur að hlaupa inn á línuna.

Handbolti

Guðmundur: Verðum vonandi með réttu svörin

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fagnar því að hafa fengið heilan aukadag til þess að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Japan í kvöld. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart á HM og hreinlega pökkuðu Austurríki saman á laugardag. Það gerir ekki hvaða lið sem er.

Handbolti

Tólf leikir á HM í dag – tveir stórleikir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport

Það er nóg um að vera á HM í handbolta í dag þegar þriðja umferðin í riðlakeppninni fer fram. Alls fara fram 12 leikir í dag og þar á meðal er leikur Íslands og Japan í B-riðli sem hefst kl. 20.30 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Leikur Spánverja og Þjóðverja verður einnig sýndur og hefst hann 17.30 en þau eru bæði taplaus í A-riðli.

Handbolti

Guðjón Valur og Jae-Woo markahæstir á HM

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður HM ásamt Lee Jae-Woo frá Suður-Kóreu en þeir hafa báðir skorað 15 mörk í tveimur leikjum. Guðjón skoraði 11 mörk gegn Brasilíu. Alexander Petersson er á meðal 10 efstu en hann er með 12 mörk, Aron Pálmarsson er með 9.

Handbolti

Hans Lindberg: „Ég get ekki talað við þig á íslensku"

„Ég get ekki talað við þig á íslensku,“ sagði Hans Lindberg, leikmaður danska landsliðsins, á ágætri íslensku þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir níu marka sigur Dana gegn Rúmenum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi. Eins og margir vita er Hans af íslenskum ættum en hefur þó ávallt spilað fyrir danska landsliðið í handknattleik. Hann var nokkuð ánægður með leik danska liðsins í gær.

Handbolti

Hápunktar úr leik Íslands og Japan - Þorsteinn J & gestir

Íslenska handboltalandsliðið fór á kostum í kvöld í Linköping í Svíþjóð og rúllaði upp japanska landsliðinu með 14 marka mun, 36-22. Tilþrif Íslendinga voru oft á tíðum stórkostleg og í þætti Þorsteins J. & gestir voru hápunktar leiksins rammaðir inn með þessum hætti – og skreytt með frábæru lagi frá Eberg „The right thing to do“.

Handbolti

Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J., sunnudagur

Það var margt í umræðunni í þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld á Stöð 2 sport þrátt fyrir að Íslandi hafi ekki átt leik á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Í samantekt þáttarins má finna viðtal við Kára Kristjánsson línumann en nýliðinn fann líklega upp nýyrði í handboltamálið þegar hann lýsti austurrísku vörninni í leiknum gegn Japan. „Pödduflatir,“ sagði Kári.

Handbolti