Handbolti

Áfall fyrir Dani: Mogensen ekki meira með á HM

Arnar Björnsson skrifar
Tomas Mogensen.
Tomas Mogensen. Mynd/AFP
Danir urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að leikstjórnandi þeirra, Tomas Mogensen, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu. Mogensen meiddist í gær þegar Danir unnu Rúmena með 9 marka mun.

Mogensen skoraði 3 mörk í leiknum en í morgun kom í ljós að hnémeiðsli hans eru það alvarleg að hann þarf að taka sér frí frá æfingum og keppni í 6 vikur. Mogensen var búinn að skora 9 mörk í keppninni í leikjunum tveimur.

Mogensen hefur spilað 68 landsleiki og skorað í þeim 168 mörk. Mogensen spilar með þýska liðinu Flensburg og er í 36. sæti yfir markahæstu menn í þýsku úrvalsdeildinni. Ulrik Wilbek þjálfari danska liðsins bætti hinum 19 ára Rasmus Lauge í hópinn. Lauge spilar með Bjerringbro Silkeborg og hefur aðeins spilað 4 landsleiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×