Sport

Tryggvi negldi sig inn í sögubækurnar - myndband

Íslenska futsal landsliðið vann sinn fyrsta sigur frá upphafi í gær þegar strákarnir fóru á kostum í seinni hálfleik í 6-1 sigri á Armenum. Þetta var annar leikur liðsins í Evrópukeppninni í Futsal en liðið á ekki möguleika á því að komast áfram því Lettar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og tryggt sér sæti í næstu umferð.

Íslenski boltinn

Strákarnir vonandi búnir að taka út tapleikinn - myndasyrpa

Íslenska handboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik á HM í handbolta í Svíþjóð þegar Þjóðverjar unnu íslenska liðið 27-24 í fyrsta leik liðanna í milliriðli í gær. Íslenska liðið komst í 2-0 en eftir það voru Þjóðverjarnir alltaf skrefinu á undan.

Handbolti

Selfoss lánar Jón Daði Böðvarsson til AGF

Jón Daði Böðvarsson gekk í gær frá tveimur samningum. Hann endurnýjaði samning sinn við Selfoss til ársins 2014 og gekk svo frá lánsamningi við danska félagið AGF. Jón Daði mun spila með danska liðinu fram á vor. Þetta kom fram á á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Íslenski boltinn

Hamar lét Andre Dabney fara í gær

Hamar hefur ákveðið að skipta um bandarískan leikmann en Andre Dabney var látinn fara frá liðinu í gær. Dabney skoraði tíu stig í tapi Hamars á móti Fjölni á föstudagskvöldið og klikkaði þá á 10 af 13 skotum sínum. Hamar er að leita að nýjum kana en næsti leikur liðsins er á móti Keflavík um næstu helgi.

Körfubolti

NBA: New Orleans endaði átta leikja sigurgöngu San Antonio

New Orleans Hornets vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og endaði um leið átta leikja sigurgöngu San Antonio Spurs, liðsins með besta árangurinn í deildinni. Kevin Durant tryggði Oklahoma City sigur á New York með flautukörfu, Washington vann Boston, Dirk Nowitzki tryggði Dallas sigur á New Jersey sex sekúndum fyrir leikslok og 38 stig frá LeBron James hjálpuðu Miami að enda fjögurra leikja taphrinu.

Körfubolti

Samantekt úr HM þætti Þorsteins J eftir Þýskalandsleikinn

„Við skorum ekki í tíu mínútu í seinni hálfleik og það er of mikið gegn sterku liði Þjóðverja,“ sagði Logi Geirsson í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í gær eftir 27-24 tap Íslands gegn Þýskalandi. Ísland er í þriðja sæti milliriðils 1 með 4 stig en Frakkar eru efstir með 5 og Spánverjar eru með 5 stig. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit keppninnar.

Handbolti

Sverre: „Fyrir mig persónulega var þetta sorglegt“

„Við ætluðum okkur eitthvað allt annað. Við komust aldrei inn í leikinn fyrr en í síðari hálfleik en þeir náðu alltaf tveggja til þriggja marka forskoti,“ sagði Sverre Jakobsson varnarsérfræðingur íslenska landsliðsins eftir 27-24 tap liðsins gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Sverre eftir leikinn.

Handbolti

Heinevetter: „Þetta var sæt hefnd“

Silvio Heinevetter markvörður þýska landsliðsins í handbolta var ánægður með 27-24 sigur Þjóðverja gegn Íslendingum í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Heinevetter eftir leikinn og viðtalið má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Handbolti

Það er enn rokk og ról í þessu

Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld á HM í handbolta gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum í milliriðli 1 sem fram fer í Jönköping. Í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport var farið yfir gang mála í leiknum og í myndbandinu má sjá brot af því besta – skreytt með góðri tónlist. Það er enn rokk og ról í þessu þrátt fyrir smá mótvind. Næsti leikur og allt það – áfram Ísland.

Handbolti

Sigurður: Þjóðverjarnir komu á óvart

„Þetta var alls ekki lélegur leikur hjá okkur. En það kom mér mikið á óvart hversu öflugan varnarleik Þjóðverjar voru að spila,“ sagði Sigurður Bjarnason, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta.

Handbolti

Alexander: Erum ekki vélmenni

Það verður ekki sakast við Alexander Petersson vegna tapsins í kvöld en hann var einn fárra íslenskra leikmanna í kvöld sem átti virkilega góðan leik.

Handbolti

Darren Bent: Við vörðumst vel eftir markið

Darren Bent fékk draumabyrjun í búningi Aston Villa því hann skoraði eina mark leiksins þegar Aston Villa vann 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bent varð dýrasti leikmaður félagsins fyrir aðeins fjórum dögum.

Enski boltinn

Gerard Houllier: Við vorum að vinna frábært lið

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa var að sjálfsögðu mjög ánægður með 1-0 sigur Aston Villa á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var aðeins fjórði deildarsigur liðsins síðan að hann tók við í september og liðinu lífsnauðsynlegur í fallbaráttunni.

Enski boltinn

Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.

Handbolti

Róbert: Við gefumst ekki upp við þetta

Róbert Gunnarsson átti góðan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Ísland tapaði 24-27 á móti Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Róbert gat ekki falið svekkelsið í í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.

Handbolti