Handbolti

Mimi Kraus: Við áttum skilið að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kraus (18) fagnar í kvöld. Mynd/AFP
Kraus (18) fagnar í kvöld. Mynd/AFP

Mimi Kraus, miðjumaður Þjóðverja, var að vonum afar sáttur við sigurinn góða á Íslendingum í kvöld.

"Við spiluðum virkilega vel í kvöld og þetta er afar sætur sigur. Sérstaklega þar sem það er alltaf gríðarlega erfitt að mæta Íslendingum sem spila grimma og sterka vörn," sagði Mimi og viðurkenndi að liðið hefði lært mikið af leikjunum gegn Íslandi fyrir HM.

"Við undirbjuggum okkur gríðarlega vel fyrir þennan leik. Við náðum líka að koma íslenska liðinu á óvart með nokkrum hlutum sem við vorum ekki að sýna gegn þeim fyrir mótið.

"Vörnin var líka frábær hjá okkur og við náðum að koma með svör við leik íslenska liðsins. Við erum því afar sáttir við sigurinn sem við áttum skilið," sagði Mimi en hann sagði liðið hafa svarað öllum gagnrýnisröddum heima fyrir með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×